Þrettán í framboði í Reykjavík til miðstjórnar
'}}

Ágætu félagar í Verði.

Kosning vegna miðstjórnarkjörs Varðar – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fer fram dagana 4. og 5. desember 2018. Kosið verður í Valhöll báða dagana, fyrri daginn frá kl. 9.00 til 17.00 og síðari daginn frá kl. 9.00 til 18.00.

Allir félagar fulltrúaráðsins hafa kosningarétt. Þar sem fulltrúaráðið í Reykjavík nær yfir bæði Reykjavíkurkjördæmin munu allir meðlimir fulltrúaráðsins kjósa fulltrúa kjördæmanna til miðstjórnar. Kosningin verður skrifleg og skal kjósandi kjósa sex einstaklinga, hvorki fleiri né færri. Kjörseðill þar sem merkt er við færri en sex eða fleiri en sex nöfn, telst ógildur.

Þegar framboðsfresti til miðstjórnar lauk höfðu 14 framboð borist en þar af voru 13 framboð úrskurðuð gild. Þau eru eftirfarandi:

Sigurður Haukdal Styrmisson, dagskrárgerðarmaður

Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis

Steinunn Anna Hannesdóttir, verkfræðingur

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, þjónustustjóri

Ásta V. Roth, flugfreyja

Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir

Eva Dögg M. Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri

Gísli Kr. Björnsson, lögmaður

Guðmundur Gunnar Þórðarson, húsasmíðameistari

Hallur Hallsson, framkvæmdastjóri

Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur

Pjetur Stefánsson, mynd­listarmaður

Reynir Vignir, viðskiptafræðingur

Sex frambjóðendur sem ekki hljóta kosningu sem aðalmenn verða varamenn í miðstjórn í þeirri röð sem þeir hljóta kosningu.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is.

Með góðri kveðju,

Kjörstjórn Varðar.