Persónuvernd

Persónuvernd

Sjálfstæðisflokknum er umhugað um persónuvernd og réttindi flokksmanna varðandi meðferð og skráningu persónuupplýsinga. Þannig leggur flokkurinn ríka áherslu á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum og gegnsæjum hætti og að ekki sé gengið lengra í söfnun persónuupplýsinga en nauðsynleg þörf krefur hverju sinni vegna starfsemi flokksins.

Persónuverndarstefna Sjálfstæðisflokksins

Hér er hægt að nálgast persónuverndarstefnu Sjálfstæðisflokksins.

Skráningarskilmálar og meðferð upplýsinga

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður um tiltekin stefnumál og skoðanir. Ein af forsendum lýðræðis er að frjáls starfsemi um stjórnmálaskoðanir fái að þrífast. Flokknum er umhugað um að upplýsa flokksmenn um stefnu flokksins og það sem er að gerast á vettvangi flokksins á hverjum tíma. Í þeim tilgangi stendur flokkurinn fyrir víðtækri upplýsingamiðlun til flokksfélaga sinna.

Við skráningu í flokkinn er einungis safnað þeim upplýsingum sem flokknum eru nauðsynlegar, til að mynda símanúmerum og tölvupóstföngum, í þeim tilgangi að flokkurinn geti miðlað upplýsingum vegna starfsemi flokksins. Í persónuverndarstefnu flokksins er kveðið á um meðferð þessara upplýsinga og skoðast stefnan m.a. sem skráningarskilmálar í flokkinn.

Aðgangur að persónuupplýsingum

Flokksmenn geta óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum sem veittar hafa verið flokknum eða flokkurinn hefur aflað sér. Beiðni um aðgang að upplýsingum er fyllt út hér.

Þegar beiðnin hefur borist flokknum mun móttaka hennar verða staðfest og upplýsingar gefnar um næstu skref. Að jafnaði berst svar innan 30 daga frá móttöku beiðninnar.

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi flokksins svarar öllum spurningum sem kunna að vakna varðandi persónuvernd gegnum netfangið personuvernd@xd.is

Mínar síður

Á Mínum síðum getur þú séð yfirlit yfir þær upplýsingar sem Sjálfstæðisflokkurinn geymir um þig og uppfært netfang og símanúmer. Einnig getur þú séð þau trúnaðarstörf sem þú gegnir fyrir flokkinn, með hvaða hætti flokkurinn getur haft samband við þig og þau áhugasvið sem þú hefur á málefnastarfi flokksins. Þá getur þú gerst styrktarmaður flokksins og breytt fjárhæðum.

Smelltu hér til að fara inn á Mínar síður