Landsfundur

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er að jafnaði haldinn annað hvert ár. Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Auk þess setur landsfundur reglur um skipulag flokksins.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er ein stærsta lýðræðissamkoma Íslands, en þar eiga vel á annað þúsund fulltrúar seturétt hverju sinni. Á fundinum er forysta flokksins kosin, auk þess sem fundurinn kýs stjórnir málefnanefnda sem halda utan um málefnastarf flokksins á milli landsfunda.

Í hugum margra sjálfstæðismanna er landsfundur mikil hátíðarsamkoma. Þar hittast sjálfstæðismenn af öllu landinu, kynnast og styrkja böndin. Hvert félag innan flokksins kýs fulltrúa til setu á fundinum, auk landssambanda og fulltrúaráða. Þá eiga flokksráðsmenn einnig seturétt á landsfundi.

Landsfundur 2022

Landsfundur 2018

Landsfundur 2015

Landsfundur 2013

Landsfundur 2011

Landsfundur 2010