Steinunn Anna Hannesdóttir, verkfræðingur

Ég gef kost á mér sem fulltrúi Reykjavíkurkjördæmanna í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Frá síðasta landsfundi hef ég setið í fjárlaganefnd flokksins og auk þess er ég gjaldkeri í Félagi Sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Ég er verkfræðingur og vinn í áhættustýringu í banka og þekki það því vel að sinna aðhalds og eftirlitshlutverki. Mig langar að fá tækifæri til að leggja hart að mér við að taka þátt í innra starfi flokksins og tel ég Miðstjórn kjörinn vettvang. Hef ég brennandi áhuga á því að láta til mín taka á vettvangi Miðstjórnar og tel mig búa yfir eiginleikum sem nýtast þar vel.