Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að 45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fari fram í Laugardalshöll dagana 28. febrúar - 2. mars 2025.
Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.
Málefnastarf
- Málefnastarf fyrir fundinn verður í þeim 8 málefnanefndum sem starfa innan Sjálfstæðisflokksins. Allar nánari upplýsingar um það verða birtar á xd.is
Framboð í málefnanefndir
- Á landsfundi er kosið í málefnanefndir flokksins, frestur til að skila framboðum er 14. febrúar. Hér skilar þú inn framboði.
Seturétt á landsfundi
- Seturétt á landsfundi eiga flokksráðsfulltrúar flokksins (sem eru sjálfkjörnir) auk þess sem félög og fulltrúaráð kjósa fulltrúa til setu á fundinum.
- Hér getur þú sótt um seturétt á fundinum. Mikilvægt er að óska eftir sæti sem allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir 31. janúar. Eftir það er hægt að hafa samband við formenn viðkomandi félaga.
Skipulagsreglur
Tillögur að breytingum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins skulu hafa borist eigi síðar en 17. janúar.
- Núgildandi skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins.
- Vinsamlega skráið inn breytingartillögur í meðfylgjandi skjal.
- Hér er breytingartillögum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins skilað.
Hér má finna tilboð sem landsfundargestum bjóðast.