Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 31. ágúst 2024. Metþáttaka var á fundinum en um 370 fulltrúar mættu til fundarins – sem gerir fundinn þann fjölmennasta frá upphafi.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins setti fundinn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins hélt því næst tölu og loks Vilhjálmur Árnason ritari og aðrir ráðherrar flokksins.
Í kjölfarið var opið samtal í vinnuhópum þar sem flokksráðsmenn áttu opið og hreinskiptið samtal við forystu og þingmenn og greindu og lögðu drög að áherslum flokksins bæði á komandi þingvetri og fram að kosningum; hvernig við styrkjum stöðu flokksins; og hvernig við mótum framtíðarsýn hans. Ragnar Sigurðsson og Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann kynntu og stýrðu forgangsröðun fundarmanna á niðurstöðum vinnuhópa.
Þá kynnti Tryggvi Hjaltason niðurstöður tilraunaverkefnis á Íslandi sem byggir á verðlaunaverkefninu GraphoGame og Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins kynnti fyrstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir flokksmenn nýlega.
Í lok fundarins var stjórnmálaályktun fundarins afgreidd, hana má finna hér.
Bein útsending var frá fundinum úr myndveri til hliðar við fundarsalinn. Þar voru fjölmörg mikilvæg málefni rædd s.s. efnahagsmál, framtíð ungs fólks, húsnæðismál, menntamál, orkumál og málefni hælisleitenda. Nálgast má viðtalsþættina hér.
Hér má nálgast ræðu formanns, varaformanns, ráðherra og ritara flokksins:
Ræða Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur.
Ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.
Ræða Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Að lokum sleit Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins fundi.
Fundarsköp flokksráðsfundar 2024 má nálgast hér.
Myndir frá fundinum má nálgast hér.