Landsfundur 2022

44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll 4.-6. nóvember 2022, Fundurinn var sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í sögu Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta reglulega stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.

 

 

Setningarræða Bjarna Benediktssonar

Traustur sigur Bjarna Benediktssonar

Bjarni Benediktsson var endurkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 44. landsfundi flokksins. Bjarni hlaut 1010 atkvæði af 1700 gildum atkvæðum eða 59,4%. Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut 687 atkvæði.

 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var endurkjörin varaformaður með 1.224 atkvæðum eða 88% af gildum atkvæðum. 

Vilhjálmur Árnason er nýr ritari flokksins. Greiða þurfti atkvæði tvisvar í ritarakjöri og hlaut Vilhjálmur 538 atkvæði í seinni umferð eða 58,2%. Bryndís Haraldsdóttir hlaut 386 atkvæði. 13 atkvæði voru auð og ógild. Helgi Áss Grétarsson bauð sig einnig fram til ritara.

Málefnanefndir

Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins hafa umsjón með og skipuleggja málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og skila álitsgerðum sínum og tillögum til landsfundar, flokkráðs og/eða stjórnar flokksráðs. Málefnanefndir undirbúa einnig drög að ályktunum fyrir landsfundi og alþingiskosningar. Allir flokksmenn eiga rétt til þess að taka þátt í störfum málefnanefnda.

  • Stjórnir málefnanefnda, sjá hér

Ályktanir Landsfundar

  • Ályktanir málefnanefnda 44. landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sjá hér

Stjórnmálaályktun

  • Stjórnmálaályktun 44. landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sjá hér.

Skipulagsreglur

  • Skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins, sjá hér.