Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 26. ágúst sl.
Vel á fjórða hundrað fulltrúar mættu til fundarins sem er einn sá fjölmennasti frá upphafi. Einstaklega góður andi ríkti á fundinum.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins setti fundinn.
Í ljósi þeirrar stöðu að Rússar hafa ráðist inn í Úkraínu og hóta að beita kjarnavopnum setti fundurinn ákveðinn fókus á stöðuna og ræddi öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga þar sem þau Geir H. Haarde fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra og Bryndís Bjarnadóttir öryggissérfræðingur sátu í pallborði.
Varaformaður flokksins hélt ræðu að því loknu og í kjölfarið sat forystan fyrir svörum og svaraði fjölmörgum spurningum fundarmanna um ýmis málefni s.s. stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins, stöðu flokksins og um fjölmörg önnur mál.
Eftir samtal við forystuna fór fram málefnavinna þar sem fundarmenn skiptu sér niður á borð eftir 20 málaflokkum og ræddu fyrirliggjandi drög að stjórnmálaályktun. Í lok fundarins var stjórnmálaályktun fundarins svo afgreidd. Hana má finna hér.
Bein útsending var frá fundinum úr myndveri til hliðar við fundarsalinn. Þar voru fjölmörg mikilvæg málefni rædd s.s. orkumál, sveitarstjórnarmál, heilbrigðismál, nýsköpunarmál, efnahagsmál, útlendingamál og öryggis- og varnarmál. Nálgast má viðtalsþættina og ræður formanns og varaformanns hér.
Hér má finna stjórnmálaályktun fundarins.
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur það hlutverk að marka stjórnmálastefnu flokksins ef ekki liggja fyrir ákvarðanir landsfundar.
Hverjir sitja í flokksráði?
Á mínum síðum á xd.is er hægt að sjá hvort viðkomandi sitji í flokksráði. Farið er inn hér með rafrænum skilríkjum. Undir Flokkurinn er svo yfirlit yfir trúnaðarstörf og þar á að standa Flokksráð. Í skipulagsreglum flokksins má sjá undir kaflanum um flokksráð má sjá hvernig flokksráð er skipað.