Þorvaldur Tolli Ásgeirsson heiti ég, 47 ára verkfræðingur í Reykjavík. Ég hef verið stjórnarmaður í málfundarfélaginu Óðinn frá aðalfundi 2016, einnig er ég í varastjórn sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Ég hef setið í stjórn Verkfræðingafélags Íslands í tvö ár. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sú frelsisstefna sem birtist í grunngildum flokksins sé hin rétta leið til jafnræðis í samfélaginu. Ein leið til þess að koma þessum gildum í framkvæmd er með innra starfi flokksins, og þar með talið í miðstjórn. Ég hef áhuga á að leggja mitt af mörkum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er þetta framboð liður í því.