Málefnanefndir

Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins hafa umsjón með og skipuleggja málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og skila álitsgerðum sínum og tillögum til landsfundar, flokkráðs og/eða stjórnar flokksráðs. Málefnanefndir undirbúa einnig drög að ályktunum fyrir landsfundi og alþingiskosningar. Allir flokksmenn eiga rétt til þess að taka þátt í störfum málefnanefnda.

Stjórnir málefnanefnda

Á 44. landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram  4. til 6. nóv.   var kosið í stjórnir 8 málefnanefnda. Kosnir voru 5 í hverja nefnd. Samkvæmt skipulagsreglum skipar miðstjórn svo að auki fulltrúa í stjórnir viðkomandi nefnda. Hér má sjá niðurstöðu kosninga. 

Allsherjar- og menntamálanefnd    

Nefndin fjallar um dóms- og löggæslu­­mál, mannréttinda­­mál, ríkis­borgara­­rétt, neytenda­­mál, málefni þjóð­kirkjunnar og annarra trú­félaga og jafnréttis­mál, svo og um mennta- og menn­ingar­­mál og vísinda- og tækni­mál.

 • Formaður:  Í vinnslu
 • Aðrir nefndarmenn: í vinnslu

 

Atvinnuveganefnd  

Nefndin fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun, atvinnu­mál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.

 • Formaður: í vinnslu
 • Nefndarmenn: Í vinnslu

 

Efnahags- og viðskiptanefnd  

Nefndin fjallar um efna­­hags­­mál almennt, viðskipta­­­mál, þ.m.t. banka­­mál, fjármála­­­starfsemi og lífeyris­­­mál, svo og skatta- og tollamál.

 • Formaður: Í vinnslu
 • Aðrir nefndarmenn:

 

Fjárlaganefnd

Nefndin fjallar um fjár­mál ríkis­ins, fjár­veit­ingar, eignir ríkis­ins, láns­heimildir og ríkis­ábyrgðir og lífeyris­skuld­bindingar ríkis­sjóðs. Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.

 • Formaður:  Í vinnslu
 • Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu

 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndin fjallar um stjórnar­­skrár­­mál, mál­efni for­seta Íslands, Alþingis og stofn­ana þess, kosninga­­mál, málefni Stjórnar­­ráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Nefndin fjallar um tilkynningar og skýrslur  umboðs­­manns Alþingis og Ríkis­­endur­­skoðunar. Nefndin hefur frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra. Nefndin gerir tillögu um hvenær er rétt að skipa rann­sóknar­­nefnd og gefur þinginu álit sitt um skýrslur þeirra.

 • Formaður:  Í vinnslu
 • Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu

 

Umhverfis- og samgöngunefnd  

Nefndin fjallar um um­hverfis­mál, skipu­lags- og byggingar­mál og rann­sóknir, ráðgjöf, verndun og sjálf­bærni á sviði auðlinda­mála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um sam­göngu­mál, þ.m.t. framkvæmda­áætlanir, byggða­mál svo og málefni sveitar­stjórnar­stigsins og verka­skiptingu þess og ríkisins.

 • Formaður:  Í vinnslu
 • Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu

 

Utanríkismálanefnd

Nefndin fjallar um sam­skipti við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt. Samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkis­mála­nefnd vera ríkis­stjórn­inni til ráðu­neytis um meiri háttar utanríkis­mál enda skal ríkis­stjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þing­tíma sem í þing­hléum.

 • Formaður:  Í vinnslu
 • Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu

 

Velferðarnefnd

Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyris­trygg­ingar, félags­þjónustu, mál­efni barna, mál­efni aldraðra og mál­efni fatlaðra, hús­næðis­mál, vinnu­markaðs­mál og heil­brigðis­þjónustu.

 • Formaður: Í vinnslu
 • Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu

 

Upplýsinga- og fræðslunefnd 

 • Formaður: Í vinnslu
 • Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu