Málefnanefndir

Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins hafa umsjón með og skipuleggja málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og skila álitsgerðum sínum og tillögum til landsfundar, flokkráðs og/eða stjórnar flokksráðs. Málefnanefndir undirbúa einnig drög að ályktunum fyrir landsfundi og alþingiskosningar. Allir flokksmenn eiga rétt til þess að taka þátt í störfum málefnanefnda.

Stjórnir málefnanefnda

Á 44. landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram  4. til 6. nóv.   var kosið í stjórnir 8 málefnanefnda. Kosnir voru 5 í hverja nefnd. Samkvæmt skipulagsreglum skipar miðstjórn svo að auki fulltrúa í stjórnir viðkomandi nefnda. Hér má sjá niðurstöðu kosninga. 

Allsherjar- og menntamálanefnd    

Nefndin fjallar um dóms- og löggæslu­­mál, mannréttinda­­mál, ríkis­borgara­­rétt, neytenda­­mál, málefni þjóð­kirkjunnar og annarra trú­félaga og jafnréttis­mál, svo og um mennta- og menn­ingar­­mál og vísinda- og tækni­mál.

  • Formaður: Kristinn Hugason – khuga@centrum.is
  • Aðrir nefndarmenn: Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Birna Hafstein, Þorkell Sigurlaugsson, Viktor Ingi Lorange, Sigríður Hallgrímsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Jóhann Gunnar Kristjánsson, Hafrún Olgeirsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Birgir Þórarinsson.

 

Atvinnuveganefnd  

Nefndin fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun, atvinnu­mál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.

  • Formaður: Jens Garðar Helgason – jens@laxar.is
  • Nefndarmenn:  Birta Karen Tryggvadóttir, Kristín S. Þorsteinsdóttir Bachmann, Örvar Már Marteinsson, Svavar Svavars Halldórsson, Bjarni Theódór Bjarnason, Sigríður Ólafsdóttir, Margrét Rúnólfsdóttir, Heiðar Hrafn Eiríksson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Óli Björn Kárason.

 

Efnahags- og viðskiptanefnd  

Nefndin fjallar um efna­­hags­­mál almennt, viðskipta­­­mál, þ.m.t. banka­­mál, fjármála­­­starfsemi og lífeyris­­­mál, svo og skatta- og tollamál.

  • Formaður: Kristófer Már Maronsson – kristofermar@gmail.com
  • Aðrir nefndarmenn:  Óttar Guðjónsson, Einar Þór Steindórsson, Þórður Ísberg Gunnarsson, Sigurður Ingi Sigurpálsson, Rósa Kristinsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Teitur Björn Einarsson og Diljá Mist Einarsdóttir.

 

Fjárlaganefnd

Nefndin fjallar um fjár­mál ríkis­ins, fjár­veit­ingar, eignir ríkis­ins, láns­heimildir og ríkis­ábyrgðir og lífeyris­skuld­bindingar ríkis­sjóðs. Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.

  • Formaður:  Sigríður Hallgrímsdóttir – sirryhal@gmail.com
  • Aðrir nefndarmenn: Guðmundur Árnason, Halldór Karl Högnason, Elín Engilbertsdóttir, Harpa Halldórsdóttir, Elías Pétursson, Már Másson, Emilía Ottesen, Gísli Freyr Valdórsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Árnason

 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndin fjallar um stjórnar­­skrár­­mál, mál­efni for­seta Íslands, Alþingis og stofn­ana þess, kosninga­­mál, málefni Stjórnar­­ráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Nefndin fjallar um tilkynningar og skýrslur  umboðs­­manns Alþingis og Ríkis­­endur­­skoðunar. Nefndin hefur frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra. Nefndin gerir tillögu um hvenær er rétt að skipa rann­sóknar­­nefnd og gefur þinginu álit sitt um skýrslur þeirra.

  • Formaður:  Ingveldur Anna Sigurðardóttir – ingveldur.anna@hotmail.com
  • Aðrir nefndarmenn: Sólrún Ingunn Sverrisdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Hilmar Vilberg Gylfason, Hilmar Gunnlaugsson, Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, Regína Valdimarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Hildur Sverrisdóttir.

 

Umhverfis- og samgöngunefnd  

Nefndin fjallar um um­hverfis­mál, skipu­lags- og byggingar­mál og rann­sóknir, ráðgjöf, verndun og sjálf­bærni á sviði auðlinda­mála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um sam­göngu­mál, þ.m.t. framkvæmda­áætlanir, byggða­mál svo og málefni sveitar­stjórnar­stigsins og verka­skiptingu þess og ríkisins.

  • Formaður:  Helga Guðrún Jónasdóttir – hgjonasdottir@gmail.com
  • Aðrir nefndarmenn: Einar Þór Bárðarson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Ólafur Kristinn Guðmundsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Hilmar Ingimundarson, Kristinn Frímann Árnason, Snorri Ingimarsson, Guðbergur Reynisson, Vilhjálmur Árnason og Njáll Trausti Friðbertsson.

 

Utanríkismálanefnd

Nefndin fjallar um sam­skipti við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt. Samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkis­mála­nefnd vera ríkis­stjórn­inni til ráðu­neytis um meiri háttar utanríkis­mál enda skal ríkis­stjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þing­tíma sem í þing­hléum.

  • Formaður:  Andrea Sigurðardóttir – andreasigurdar@gmail.com
  • Aðrir nefndarmenn: Sigurgeir Jónasson, Birna Hafstein, Bryndís Bjarnadóttir, Unnur Lilja Hermannsdóttir, Daníel Jakobsson, Orri Björnsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Birgir Þórarinsson og Jón Gunnarsson.

 

Velferðarnefnd

Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyris­trygg­ingar, félags­þjónustu, mál­efni barna, mál­efni aldraðra og mál­efni fatlaðra, hús­næðis­mál, vinnu­markaðs­mál og heil­brigðis­þjónustu.

  • Formaður: Sif Huld Albertsdóttir – sifhuld@gmail.com
  • Aðrir nefndarmenn: Kristín Traustadóttir, Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Elínóra Inga Sigurðardóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Grazyna María Okuniewska, Helga Reynisdóttir, Hildur K. Sveinbjarnardóttir, Heimir Örn Árnason, Ásmundur Friðriksson Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason.

 

Upplýsinga- og fræðslunefnd 

  • Formaður: Elsa B. Valsdóttir
  • Aðrir nefndarmenn: Magnús Sigurbjörnsson, Viggó Örn Jónsson, Davíð Ernir Kolbeins, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Védís Hervör Árnadóttir.