Á 44. landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram 4. til 6. nóv. var kosið í stjórnir 8 málefnanefnda. Kosnir voru 5 í hverja nefnd. Samkvæmt skipulagsreglum skipar miðstjórn svo að auki fulltrúa í stjórnir viðkomandi nefnda. Hér má sjá niðurstöðu kosninga.
Allsherjar- og menntamálanefnd
Nefndin fjallar um dóms- og löggæslumál, mannréttindamál, ríkisborgararétt, neytendamál, málefni þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga og jafnréttismál, svo og um mennta- og menningarmál og vísinda- og tæknimál.
- Formaður: Í vinnslu
- Aðrir nefndarmenn: í vinnslu
Atvinnuveganefnd
Nefndin fjallar um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, iðnaðar- og orkumál, nýsköpun og tækniþróun, atvinnumál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.
- Formaður: í vinnslu
- Nefndarmenn: Í vinnslu
Efnahags- og viðskiptanefnd
Nefndin fjallar um efnahagsmál almennt, viðskiptamál, þ.m.t. bankamál, fjármálastarfsemi og lífeyrismál, svo og skatta- og tollamál.
- Formaður: Í vinnslu
- Aðrir nefndarmenn:
Fjárlaganefnd
Nefndin fjallar um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs. Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
- Formaður: Í vinnslu
- Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Nefndin fjallar um stjórnarskrármál, málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Nefndin fjallar um tilkynningar og skýrslur umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Nefndin hefur frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra. Nefndin gerir tillögu um hvenær er rétt að skipa rannsóknarnefnd og gefur þinginu álit sitt um skýrslur þeirra.
- Formaður: Í vinnslu
- Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu
Umhverfis- og samgöngunefnd
Nefndin fjallar um umhverfismál, skipulags- og byggingarmál og rannsóknir, ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um samgöngumál, þ.m.t. framkvæmdaáætlanir, byggðamál svo og málefni sveitarstjórnarstigsins og verkaskiptingu þess og ríkisins.
- Formaður: Í vinnslu
- Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu
Utanríkismálanefnd
Nefndin fjallar um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt. Samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum.
- Formaður: Í vinnslu
- Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu
Velferðarnefnd
Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðra, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu.
- Formaður: Í vinnslu
- Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu
Upplýsinga- og fræðslunefnd
- Formaður: Í vinnslu
- Aðrir nefndarmenn: Í vinnslu