Njáll Trausti – Næstu skref

Njáll Trausti Friðbertsson sendir út hlaðvarpið Næstu skref í beinni útsendingu á Facebook einu sinni í viku. Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis, er varaformaður utanríkismálanefndar, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins og situr í atvinnuveganefnd.

Í Næstu skrefum er horft til framtíðar. Umræða um allt milli himins og jarðar, verkefnin fram undan og hvar tækifærin liggja. Þættirnir eru sendir út í beinni útsendingu á Facebook-síðu Njáls Trausta og svo gerðir aðgengilegir hér á síðunni, á YouTube og á helstu hlaðvarpsveitum.

Þáttur 5 – Öryggismál og flugöryggismál sem tengjast Reykjavíkurflugvelli.

Gestir: Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair og Dr. Þorgeir Pálsson fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emerítus við Háskólann í Reykjavík.

Þáttur 4 – Norræn utanríkis- og öryggismál og tækifæri norrænu ríkjanna til aukinnar samvinnu í málaflokknum

Gestir: Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og skýrsluhöfundur nýútkominnar skýrslu um norræn utanríkis- og öryggismál og Jóna Sólveig Elínardóttir, deildarstjóri á öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Þáttur 3 –  Staðan í ferðaþjónustunni á tímum kórónuveirunnar. 

Gestir: Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.

Þáttur 2 – Hagkerfi framtíðarinnar, aukin áhersla á sjálfbærni og samkeppnishæfni í græna hagkerfinu

Gestir: Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims og Sigurður H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun.

Þáttur 1 – Reykjavíkurflugvöllur, innanlandsflug og orkuskipti í flugi

Gestir: Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins og Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá, forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýri.