Hægri hliðin er hlaðvarp Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum.
Þættirnir verða aðgengilegir á Spotify (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins (sjá hér), á Libsyn (sjá hér) og víðar.
Þáttaröð tileinkuð 95 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins 25. maí 2024 og 80 ára afmæli Lýðveldis Íslands 17. júní 1944. Rætt er við núverandi og fyrrverandi forystufólk úr flokknum, fólk sem hefur lengi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í félögum, ráðum og nefndum, fræðimenn, ráðherra flokksins, þingmenn og sveitarstjórnarfólk.
Pólitíkin er umræðuþáttur um stjórnmál og helstu samfélagsmál á hverjum tíma. Þátturinn leitar eftir sjónarmiðum sjálfstæðisfólks en við leitum líka fanga utan flokksins, eins og málefnið býður upp á hverju sinni.
Bláa kannan er hlaðvarpsþáttur þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Gjallarhornið er umræðuþáttur á vegum Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík þar sem rætt er um stjórnmálaleg málefni á mannamáli, oft ásamt góðum gestum.
Velferðin er þáttur á vegum velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Í þættinum verður fjallað um velferðarmál út frá stefnu Sjálfstæðisflokksins við ýmsa aðila. Umsjónarmaður er Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Þátturinn verður sendur út vikulega að jafnaði.
Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann.
Verkalýðsarmurinn er þáttaröð sem fjallar um stjórnmál frá sjónarhóli Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Þáttastjórnandi er Jón Ragnar Ríkharðsson formaður Verkalýðsráðs og mun hann fá til sín góða gesti víða að úr samfélaginu til að ræða þau mikilvægu mál sem í deiglunni eru hverju sinni.
Óli Björn Kárason alþingismaður hefur haldið úti hlaðvarpi síðan í október 2019. Þar fjallar hann um stjórnmál, listir og menningu, umhverfismál, efnahagsmál, viðskipti og hugmyndafræði.
Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður fær til sín góða gesti og ræðir um ólík en áhugaverð málefni. Mál sem Bryndís hefur áhuga á og beitir sér fyrir á þingi. Áhugasviðið er vítt og jafnframt rætt um siðferðileg málefni eins og dánaraðstoð. Samfélagsleg ábyrgð og umhverfismál í víðum skilningi eru Bryndísi einnig hugleikinn. En aðalatriðið er að hafa gaman og eiga gott samtal við áhugaverða gesti.
Njáll Trausti Friðbertsson sendir út hlaðvarpið Næstu skref í beinni útsendingu á Facebook einu sinni í viku. Í Næstu skrefum er horft til framtíðar. Umræða um allt milli himins og jarðar, verkefnin fram undan og hvar tækifærin liggja. Þættirnir eru sendir út í beinni útsendingu á Facebook-síðu Njáls Trausta og svo gerðir aðgengilegir hér á síðunni, á YouTube og á helstu hlaðvarpsveitum.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, sendir vikulega út þáttinn Í beinni frá Alþingi. Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu á Facebook-síðu Vilhjálms og Youtube-rás Hægri hliðarinnar klukkan 12.40 alla föstudaga. Í þáttunum fær Vilhjálmur til sín góða gesti til að ræða mál sem eru í deiglunni hverju sinni.