Stjórnmálin með Bryndísi

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður fær til sín góða gesti og ræðir um ólík en áhugaverð málefni. Mál sem Bryndís hefur áhuga á og beitir sér fyrir á þingi.

Bryndís situr í efnahags og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd en áhugasviðið er vítt og jafnframt rætt um siðferðileg málefni eins og dánaraðstoð. Samfélagsleg ábyrgð og umhverfismál í víðum skilningi eru Bryndísi einnig hugleikinn. En aðalatriðið er að hafa gaman og eiga gott samtal við áhugaverða gesti.

Þáttur 8 – Fíkniefnaneysla – glæpur eða sjúkdómur

Gestur: Marín Þórsdóttir frá Rauða krossinum.

Þáttur 7 – Krabbamein og skimanir

Gestur: Thor Aspelund, formaður skimunarráðs.

Þáttur 6 – Eiga heimsmarkmiðin erindi við atvinnulífið?

Gestur: Eva Magnúsdóttir, stjórnendaráðgjafi.

Þáttur 5 – Gildi og hlutverk kirkjunnar í dag o.fl.

Gestur: Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Þáttur 4 – Norðurslóðamál og tækifæri í norrænu samstarfi á sviði öryggismála

Gestur: Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra.

Þáttur 3 – Borgarlína og Sundabraut

Gestur: Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins.

Þáttur 2 – Verðmæti í ruslinu, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið

Gestur: Áslaug Hulda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Fenúr.

Þáttur 1 – Eigum við að leyfa dánaraðstoð?

Þátturinn hefst á 51. sekúndu.

Gestur: Ingrid Kuhlman formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.

Dánaraðstoð

Nýlega lagði heilbrigðisráðherra fram skýrslu um dánaraðstoð en ég ásamt fleiri þingmönnum höfðum óskað eftir skýrslunni. Upphaflega var það fundur með Ingrid Kuhlman sem vakti áhuga minn á þessu máli. Nú ætla ég að ræða við Ingrid um dánaraðstoð, skýrsluna og næstu skref.

Posted by Bryndís í stjórnmálum on Fimmtudagur, 17. september 2020