Loftslagsráð

Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann.

Umsjónarmenn þáttarins eru Hugrún Elvarsdóttir, Guðfinnur Sigurvinsson, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, Halla Sigrún Mathiesen og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Þáttur 8

Gestur: Guðmundur Haukur Sigurðarson um framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis

Þáttur 7

Gestur: Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni Byggðar, um hlutverk félagssamtakanna og sjálfbærar lausnir í Byggingariðnaði. Hér er komið víða við sögu, allt frá stakri efniseiningu yfir í þann auð sem felst í úrgangi og breyttu hugarfari samfélaginu öllu til heilla.

Þáttur 6

Gestir: Gunnar Dofri Ólafsson sérfræðingur í samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu og Áslaug Hulda Jónsdóttir frá Pure North Recycling sem er íslenskt fyrirtæki sem endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum. Áslaug er líka formaður bæjarráðs í Garðabæ en bærinn hefur stigið mörg ný græn skref undanfarið.

Þáttur 5

Í fimmta þætti Loftslagsráða spjallar Halla Sigrún, formaður SUS, við Bjarna Herrera Þórisson, einn stofnanda Circular Solutions. Circular Solutions er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf í sjálfbærnimálum og var nýverið keypt af KPMG. Í viðtalinu er farið yfir stöðu sjálfbærnimála hér á landi og erlendis, samspil fyrirtækja, fjármagns og neytenda í þeirri þróun, græna skuldabréfamarkaði og hvað stjórnvöld geta gert til að greiða leið hagaðila á grænni vegferð.

Þáttur 4

Unnur Brá Konráðsdóttir ræðir við Friðjón R. Friðjónsson sem er einn eigenda og og framkvæmdastjóri KOM ráðgjafar og hefur lengi gengt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þáttur 3

Gestur: Ólafur Andri Ragnarsson, tölvunarfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, fyrirlesari og höfundur bókarinnar Fjórða Iðnbyltingin sem fjallar um heillandi heim tækni og nýsköpunar.

Þáttur 2

Gestir: Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins.

Þáttur 1

Gestur: Dr. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs Íslands