Framboðsfrestur er runninn út í fjórum prófkjörum af fimm sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir í vor vegna þingkosninga í haust.
Kosið 29. maí í Suður- og Norðausturkjördæmum
Kosið er í Suður- og Norðvesturkjördæmum 29. maí nk. Í hvoru kjördæmi fyrir sig gefa níu frambjóðendur kost á sér. Hér má sjá frambjóðendur í Suðurkjördæmi. Hér má sjá frambjóðendur í Norðausturkjördæmi.
Kosið 4. og 5. júní í Reykjavík
Í Reykjavíkurkjördæmum er sem fyrr haldið sameiginlegt prófkjör og fer það fram dagana 4. og 5. júní nk. Í Reykjavík gáfu 13 frambjóðendur kost á sér - sjá hér.
Kosið 10., 11. og 12. júní í Suðvesturkjördæmi
Í Suðvesturkjördæmi rennur framboðsfrestur út þriðjudaginn 25. maí en prófkjörið fer fram dagana 10., 11. og 12. júní.
Kosið 16. og 19. júní í Norðvesturkjördæmi
Í Norðvesturkjördæmi gefa níu frambjóðendur kost á sér í prófkjöri sem fram fer dagana 16. og 19. júní nk. Sjá lista yfir frambjóðendur hér.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir
Nú þegar er atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin í þremur kjördæmum af fimm. Kosið er m.a. í Valhöll alla virka daga frá 10-16 og á fjölda staða um land allt. En innan hvers kjördæmis er þó einungis hægt að kjósa í því prófkjöri sem þar fer fram.
Nánari upplýsingar um hvert kjördæmi fyrir sig má finna hér.