Opnir fundir fyrir landsfund
'}}

Miðvikudaginn 7. mars klukkan 17:15, mun Landssamband sjálfstæðiskvenna, standa fyrir opnum fundi fyrir konur og ræða niðurstöður málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Landsfund. Nánari upplýsingar má finna hér.

Laugardaginn 10. mars klukkan 13:30, munu málefnanefndir flokksins standa  fyrir svokölluðum málefnadegi í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þar gefst flokksmönnum tækifæri til að taka þátt í umræðum um fyrirliggjandi drög að ályktunum.

Málefnadagurinn er liður í undirbúningi landsfundarins og er honum m.a. ætlað að tryggja aðkomu flokksmanna að stefnumótun í einstaka málaflokkum og fumlausa framkvæmd málefnastarfs á landsfundinum sjálfum. Nánari upplýsingar má finna hér.