Málefnafundur sjálfstæðiskvenna fyrir Landsfund

LS mun standa fyrir opnum fundi fyrir konur og ræða niðurstöður málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Landsfund. Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins hafa unnið tillögur um stefnu flokksins í átta málaflokkum sem verða lagðar fyrir landsfund og bornar undir samþykki hans.

Málefnaályktanir Landsfundar eru áhrifamesti vettvangur til að hafa áhrif á stefnu flokksins fyrir næstu ár. Við munum skipta í hópa eftir málefnum og þar gefst konum tækifæri til að ræða drög nefnda og leggja til viðbætur og breytingar.

Við hvetjum allar áhugasamar konur til að leggja okkur lið og koma sinni þekkingu og reynslu að.

Landsbyggðarkonur geta sent tilllögur til LS sem lagðar verða inn í hópanna til umræðu. Hægt er að senda inn á netfangið ls@xd.is.

Við verðum í Valhöll miðvikudaginn 7. mars og hefjum hópaumræður á slaginu 17.15 og stefnum svo að fá okkur pizzu og bjór um kl. 19 þegar tillögur um breytingar verða ræddar.

Skráning á fundinn fer fram hér.