Taktu þátt í prófkjöri Norðvesturkjördæmis
'}}

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram á morgun, laugardaginn 3. september.  Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru hvattir til að taka þátt og móta þannig framtíðina.

Nánari upplýsingar um prófkjörið, frambjóðendurna og kjörstaði er að finna á https://xd.is/profkjor/nordvestur/

Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum 15 ára og eldri. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ganga í flokkinn á kjördegi skulu þó hafa náð 18 ára aldri 29. október n.k.

Kosið er á milli kl. 11  og 19.
Upplýsingar um kjörstaði:

Akranes: Smiðjuvellir 32 verslunarmiðstöð
Borgarnes: Hjálmaklettur (Menntaskóli Borgarfjarðar)
Hvanneyri: Skemman (Borgarbyggð sunnan Hvítár, Skorradalshreppur og Hvalfjarðarsveit)
Ólafsvík: Ennisbraut 1
Grundarfjörður: Sjálfstæðishúsið Grundargötu 24
Stykkishólmur: Hafnargata 9, skrifstofa Snæfells í Sæmundarpakkhúsi
Búðardalur: Í húsi Rauða krossins á Vesturbraut 12
Patreksfjörður: Safnaðarheimili
Ísafjörður: Aðalstræti 20, Sjallinn
Hólmavík: Kópnesbraut 7, kvenfélagshúsið
Hvammstangi: Félagsheimili neðri hæð á kjördag
Blönduós: Húnabraut 13 (salur Búnaðars. Húnaþings og Stranda)
Skagaströnd: Bjarmanes kaffihús
Sauðárkrókur: Kaupvangstorg 1

Flokksmenn geta kosið annars staðar en þeir eiga að gera skv. lögheimili en þá kjósa þeir utankjörstaða.