Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Vilhjálmur Bjarnason varaþingmaður munu taka á móti hafnfirskum sjálfstæðiskonum í Alþingishúsinu og leiða þær í gegnum húsið föstudaginn 21. febrúar nk. kl. 17:00.
Vilhjálmur fer yfir söguna og ýmsan skemmtilegan fróðleik eins og honum einum er lagið.
Skráning fer fram á facebook-síðu félagsins hér með því að melda sig "going". Fjöldi takmarkast við 30 konur.
Hlökkum til að sjá ykkur allar, hressar og kátar 21. febrúar