Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verður gestur sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði næsta laugardag, 26. janúar, kl. 11 að Norðurbakka 1a.
Erindi Guðlaugs ber heitið: „Hagsmunadrifin utanríkisstefna: breytingar og þróun í utanríkisþjónustunni síðustu 2 ár.”
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði munu standa fyrir laugardagskaffi fram á vor og fá til sín góða gesti. Gestir vikunnar verða kynntir á hamarinn.is og á facebook.com/xdhafnarfirdi
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði.