Bæjarmálafundur um málefni Akureyrarbæjar fer fram í Kaupangi, mánudaginn 10. desember kl. 17.30 þar sem málefni bæjarstjórnarfundar 11. desember verða rædd.
Á dagskrá bæjarmálafundarins verða eftirtalin mál til umræðu:
- Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 – 2022 seinni umræða – Framkvæmdaáætlun – Gjaldskrár
- Snjómokstur í bænum
- Skýrsla um innanlandsflug – niðurgreiðslur á flugi og breytt skipan á stöðu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík
- Skipulagsmál
- Önnur mál
Fundarstjóri verður Gunnar Gíslason.
Sjálfstæðismenn hvattir til að mæta og taka þátt, þannig höfum við áhrif.