Þórdís Kolbrún gestur bæjarmálafundar á Akranesi

📅 24. nóvember 2018 0:00

'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður sérstakur gestur á bæjarmálafundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi laugardaginn 24. nóvember 2018 kl. 10:30 að Kirkjubraut 8.

Á fundinum munu bæjarfulltrúar fara yfir dagskrá bæjarstjórnarfundar 27. nóvember næstkomandi og síðan mun Þórdís Kolbrún fara yfir sviðið í þeim málaflokkum sem undir hana heyra.

„Þórdís Kolbrún hefur marga fjöruna sopið í stjórnmálum þrátt fyrir ungan aldur. Hún mun verða gestur fundarins með ósk um samtal við baklandið – með það meginmarkmið að fá umræðu um hvað vel sé gert og hvað megi mögulega betur fara. Líklegt að „þriðja orkupakka ESB“ beri á góma ásamt öðrum mikilvægum málum sem á döfinni eru.“

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi