Tillögur að lagabreytingum

Skv. 68. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins hefur landsfundur einn vald til þess að breyta samþykktum Sjálfstæðisflokksins.

Tillögur að breytingum á samþykktum Sjálfstæðisflokksins skulu hafa borist miðstjórn a.m.k. sex vikum fyrir boðaðan landsfund og skal dreift með öðrum landsfundargögnum a.m.k. mánuði fyrir landsfund. Miðstjórn getur gert tillögu til landsfundar um meðferð og afgreiðslu breytingatillagna sem berast með framangreindum hætti.

Skv. 50. gr. skipulagsreglna er starfandi þriggja manna laganefnd sem hefur það hlutverk í aðdraganda landsfundar að fara yfir innsendar tillögur að breytingum á skipulagsreglum flokksins og gera rökstuddar tillögur til miðstjórnar um meðferð þeirra og afgreiðslu.

Allir flokksmenn geta gert tillögur að breytingum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Þær skulu hafa borist eigi síðar en 17. janúar 2025 til að hljóta meðferð á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins dagana 28. febrúar - 2. mars 2025.. Tillögum skal skilað inn á rafrænu eyðublaði sem finna má hér.