Framboð í málefnanefndir

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins dagana 28. febrúar - 2. mars 2025 verður kosið í átta málefnanefndir flokksins.

Málefnanefndir hafa umsjón með og skipuleggja málefnastarf Sjálfstæðisflokksins, fjalla um afmörkuð málefni og skulu skila álitsgerðum sínum og tillögum til landsfundar, flokksráðs og/eða stjórnar flokksráðs.

Málefnanefndir undirbúa einnig drög að ályktunum fyrir landsfundi og alþingiskosningar og leggja fyrir miðstjórn. Skv. 44. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kýs landsfundur fimm fulltrúa í stjórn málefnanefnda. Miðstjórn skipar síðan allt að fjóra í hverja nefnd. Nefndin velur formann úr sínum röðum. Miðstjórn skipar varaformenn nefnda. Allir flokksmenn geta boðið sig fram til embætta í málefnanefndum. Þingflokkur skipar þingmenn viðkomandi fastanefnda og sveitarstjórnaráð skipar einn
fulltrúa úr sínum röðum í stjórn hverrar málefnanefndar.

Þær málefnanefndir sem kosið verður til á landsfundi eru:

  • Allsherjar- og menntamálanefnd
  • Atvinnuveganefnd
  • Efnahags- og viðskiptanefnd
  • Fjárlaganefnd
  • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
  • Umhverfis- og samgöngunefnd
  • Utanríkismálanefnd
  • Velferðarnefnd

Opnað hefur verið á framboð í málefnanefndir fyrir komandi landsfund. Framboðsfrestur er til og með 14. febrúar 2025 og skal framboðum skilað inn á sér eyðublaði hér.