Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur hringferð sinni áfram og heimsækir Vestmannaeyjar dagana 8.-9. september næstkomandi.
Opinn fundur verður í Ásgarði laugardaginn 9. september kl. 10:30-11:30. Boðið verður upp á súpu á meðan fundi stendur. Öll velkomin.
Ekki missa af tækifærinu að hitta og eiga gott spjall við ráðherra og þingmenn.
Hægt er að fylgjast með hringferðinni á samfélagsmiðlum Sjálfstæðisflokksins meðan á henni stendur og á xd.is.