Báknið burt og hinar „sérstöku aðstæður“
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:

Í liðinni viku af­greiddi rík­is­stjórn­in frá sér tvö frum­vörp um sam­ein­ing­ar stofn­ana um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­is­ins. Ann­ars veg­ar um Um­hverf­is- og orku­stofn­un og hins veg­ar um Nátt­úru­vernd­ar- og minja­stofn­un. Fyrr í haust tók Alþingi við fyrsta sam­ein­ing­ar­mál­inu varðandi stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins þar sem sam­eina á Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands, Land­mæl­ing­ar Íslands og Nátt­úru­rann­sókna­stöðina við Mý­vatn (Ramý). Ef öll mál­in ná fram að ganga munu níu stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins verða að þrem­ur öfl­ug­um stofn­un­um. Sum­ar hverj­ar eru í dag mjög litl­ar og reynd­ar hef­ur sú minnsta aðeins tvo starfs­menn.

Við und­ir­bún­ing þess­ara sam­ein­ing­ar­mála var farið eft­ir leiðbein­ing­um Rík­is­end­ur­skoðunar. Gert er ráð fyr­ir hagræðingu sem nem­ur 6-7% af rekstr­ar­kostnaði sem nýt­ist í kjarn­a­starf­semi viðkom­andi stofn­ana. Sér­stak­lega var skoðað hvort eitt­hvað af starf­semi viðkom­andi stofn­ana teld­ist til sam­keppn­is­rekst­urs. Ráðuneytið hef­ur einnig samið við Rík­is­kaup um út­tekt á ráðuneyt­inu og stofn­un­um þess með það að mark­miði að nýta bet­ur útboð og hag­kvæm inn­kaup. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem samn­ing­ur af þessu tagi er gerður og vænt­um við mik­ils af sam­starf­inu.

Nóg af skýrsl­um

Það að fækka stofn­un­um og ná þannig fram auk­inni skil­virkni og hagræðingu sam­ræm­ist stefnu þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar. Í gegn­um tíðina hafa fjöl­marg­ir sett fram metnaðarfull mark­mið um að sam­eina stofn­an­ir, en raun­in er sú að lítið hef­ur gerst annað en að fyr­ir liggja skýrsl­ur um mik­il­vægi þess að sam­eina stofn­an­ir.

En af hverju er meira um skýrslu­gerð og minna um raun­veru­lega fram­kvæmd sam­ein­inga? Nú get­ur eng­inn haldið því fram að það væri skyn­sam­legt að hverfa frá þeim sam­ein­ing­um stofn­ana sem þegar hafa átt sér stað og færa þær í fyrra horf. Það sakn­ar eng­inn þess fjölda skatt­stjóra, toll­stjóra eða annarra for­stöðumanna rík­is­stofn­ana sem áður voru til staðar og eng­inn tal­ar í dag fyr­ir hug­mynd­um um að end­ur­vekja þau embætti.

„Sér­stak­ar aðstæður“

Und­ir­ritaður hef­ur nokkuð langa reynslu af því að sam­eina stofn­an­ir og hagræða í rík­is­rekstri enda er af nógu að taka. Rík­is­stofn­an­ir á Íslandi eru tæp­lega 160 tals­ins en þá eru ótal­in op­in­ber hluta­fé­lög, sjálf­seign­ar­stofn­an­ir eða lögaðilar sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu rík­is­ins. Rík­is­fyr­ir­tæki í B-hluta og C-hluta telja á ann­an tug og sjálf­stæðar stjórn­sýslu­nefnd­ir telja á sjö­unda tug­inn. Stofn­an­ir eru mis­mun­andi að stærð en rúm­lega helm­ing­ur stofn­ana í A-hluta hef­ur færri en 50 starfs­menn og fjórðung­ur hef­ur færri en 20 starfs­menn.

Það virðast all­ir sam­mála um mik­il­vægi þess að sam­eina stofn­an­ir en þegar á reyn­ir virðast alltaf koma upp sér­stak­ar aðstæður sem gera það að verk­um að marg­ir telja breyt­ing­ar nauðsyn­leg­ar, en „bara ekki þegar kem­ur að mér“.

Ég hlakka til umræðunn­ar í þing­inu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. desember 2023.