Spörum skattfé – fækkum borgarfulltrúum
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Frum­varp að fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir árið 2024 sýn­ir að meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar hef­ur eng­in tök á fjár­mál­um borg­ar­inn­ar. Rekst­ur­inn er ekki sjálf­bær og stend­ur borg­in frammi fyr­ir mikl­um skulda­vanda. Samt hyggst vinstri meiri­hlut­inn halda áfram að safna skuld­um og er áætlað að þær verði orðnar 515 millj­arðar króna í árs­lok 2024.

Hvað er til ráða? Borg­ar­stjórn verður að ná sam­stöðu um raun­veru­leg­ar aðgerðir til að koma rekstr­in­um í jafn­vægi og stöðva skulda­söfn­un.

Þegar rekst­ur borg­ar­inn­ar er skoðaður sést að víða er bruðlað og hægt væri að ná mikl­um ár­angri við sparnað og hagræðingu ef vilji væri fyr­ir hendi.

Yf­ir­stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar gæti byrjað að spara hjá sjálfri sér enda hef­ur kostnaður við hana auk­ist mjög á und­an­förn­um árum. Víða væri hægt að hagræða í yf­ir­bygg­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar án þess að það kæmi niður á þjón­ustu við íbúa.

Auk­in yf­ir­bygg­ing

Ekki kem­ur á óvart að erfiðlega gangi að spara víða í borg­ar­kerf­inu þegar hvergi er sparað í yf­ir­stjórn­inni og kostnaður þar eykst ár frá ári. Eft­ir höfðinu dansa lim­irn­ir.

Áætlað er að kostnaður við rekst­ur miðlægr­ar stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar muni nema 2.279 millj­ón­ir króna á ár­inu 2024, og aukast þannig um 18% á milli ára.

Áætlað er að kostnaður við skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara hækki um 22% á kom­andi ári, fari úr 577 millj­ón­um króna í 704 millj­ón­ir. Kostnaður við „sam­skipta­mál“ mun meira en tvö­fald­ast, fer úr 84 millj­ón­um króna í 190 millj­ón­ir. Þá á að verja 91 millj­ón króna í „markaðs- og viðburðamál“, sem er nýr út­gjaldaliður á skrif­stofu borg­ar­stjóra. Nýr borg­ar­stjóri virðist því ætla að láta til sín taka í sam­skipt­um, viðburðum og markaðssetn­ingu á kom­andi ári.

Kostnaður við rekst­ur skrif­stofu borg­ar­stjórn­ar mun sam­kvæmt frum­varp­inu hækka um 28% á milli ára og því kosta um 804 millj­ón­ir á næsta ári. Þar af mun kostnaður við „meðferð borg­ar­mála“ nema 649 millj­ón­um króna og hækka um 33% á milli ára. (Töl­ur eru á áætluðu verðlagi hvers árs.)

Fjöl­menn borg­ar­stjórn

Fjár­veit­ing­ar til skrif­stofu borg­ar­stjórn­ar eru að meg­in­stefnu nýtt­ar í launa­kostnað kjör­inna full­trúa, þ.e. 23 borg­ar­full­trúa og átta vara­borg­ar­full­trúa. 31 full­trúi er því á full­um laun­um við að sinna borg­ar­mál­um, sem er langt­um meiri fjöldi en þekk­ist á Vest­ur­lönd­um í borg­um af svipaðri stærð og Reykja­vík. Aug­ljóst er að mik­il hagræðing næðist með því að fækka borg­ar­full­trú­um á ný, t.d. í fimmtán eins og tíðkaðist lengi vel. Að auki yrði veru­leg­ur af­leidd­ur sparnaður af slíkri breyt­ingu því hún myndi draga úr um­fangi og flækj­u­stigi ann­ars staðar í borg­ar­kerf­inu.

Til að unnt sé að fækka borg­ar­full­trú­um þarf laga­heim­ild frá Alþingi. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa hvað eft­ir annað lagt til að borg­ar­stjórn beiti sér fyr­ir slíkri breyt­ingu en hingað til hafa slík­ar til­lög­ur verið felld­ar af vinstri­flokk­un­um.

Með því að beita sér fyr­ir fækk­un borg­ar­full­trúa myndi borg­ar­stjórn sjálf ganga á und­an með góðu for­dæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borg­ar­kerf­inu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. nóvember 2023.