Frumkvöðlar í jafnrétti
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Íslensk­ar kon­ur lögðu niður störf haustið 1975, þegar 90% þeirra gengu út af vinnu­stöðum sín­um eða heim­il­um til að vekja at­hygli á mik­il­vægi kvenna á vinnu­markaði. Þær fóru fram á breyt­ing­ar og gerðu kröfu um jafn­rétti. Þær sýndu magnaða sam­stöðu og lömuðu ís­lenskt sam­fé­lag. Fyr­ir það náðu þær heims­at­hygli og eng­um duld­ist mik­il­vægi þeirra á vinnu­markaði. Þær létu í sér heyra.

Þessi ár­ang­ur byggðist á því að kon­ur stóðu sam­an, þvert á stétt og stöðu, og höfðu verið hvatt­ar til þess af krafti á alþjóðlegu kvenna­ári Sam­einuðu þjóðanna ári áður. Þar tóku Sjálf­stæðis­kon­ur for­ystu í veiga­mikl­um mál­um og áttu, ásamt fjöl­breytt­um hópi kvenna, veru­leg­an þátt í því að fram­kvæmd kvenna­frís­ins tókst svo glæsi­lega.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur alltaf haft for­ystu í jafn­rétt­is­mál­um. Frelsi ein­stak­lings­ins er eitt af grunn­gild­um Sjálf­stæðis­flokks­ins og hið frjálsa markaðshag­kerfi, sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tal­ar fyr­ir, ger­ir ekki upp á milli fólks eft­ir húðlit, trú eða kyni. Það er því að öllu leyti skyn­sam­leg ráðstöf­un að stuðla að auknu jafn­rétti, að nýta þá hæfi­leika sem kon­ur búa yfir og að fjölga tæki­fær­um þeirra til að láta til sín taka. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var fyrst­ur ís­lenskra stjórn­mála­flokka til að veita kon­um braut­ar­gengi til setu á Alþingi og var jafn­an í far­ar­broddi um skip­un kvenna til trúnaðarstarfa í stjórn­mál­um. Ég er stolt af því að vera yngsti kven­ráðherra Íslands og starfa í rík­is­stjórn með fjár­málaráðherra sem braut þann múr á und­an mér. Í dag eru fleiri kon­ur en karl­ar í ráðherraliði flokks­ins.

Við eig­um að vera þakk­lát þeim kon­um sem ruddu braut­ina. Sú bar­átta sem þær háðu skipt­ir miklu máli. Í dag stát­um við af því að standa okk­ur þjóða best er kem­ur að jafn­rétti kynj­anna. Þótt við vit­um öll að við get­um gert enn bet­ur þá er staða okk­ar góð í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Bar­átt­unni er hvergi nærri lokið. Á Íslandi eiga enn stór­ir hóp­ar kvenna und­ir högg að sækja. Kon­ur búa enn við kyn­bundið og kyn­ferðis­legt of­beldi, enn eru kon­ur í lág­launa­störf­um og fáar í há­launa­störf­um og veru­leiki kvenna af er­lend­um upp­runa er ann­ar og síðri en okk­ar sem fædd­umst hér á Íslandi.

Við feng­um aft­ur heims­at­hygli í gær, rétt eins og árið 1975. Aðrar þjóðir horfa til okk­ar þegar kem­ur að jafn­rétt­is­mál­um og því er ábyrgð okk­ar mik­il. Við meg­um síst þjóða sofna á verðinum. Þetta er verk­efni okk­ar allra.

Þess vegna er erum við stolt af þeim fjölda sem mætti í gær og held­ur áfram að ryðja braut­ina. Marg­ar mættu fyr­ir þær sem eru ómiss­andi. Við stönd­um með þeim kon­um sem komust ekki frá vegna vinnu eða voru heima með börn­um sín­um. Líka þeim sem völdu það sjálf­ar að vera í vinn­unni. Ég er stolt af því að til­heyra sam­fé­lagi sem vill, get­ur og þorir að gera alltaf bet­ur.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. október 2023.