Lítt nefnt um Lindarhvol
'}}

Hildur Sverrisdóttir alþingismaður:

Lind­ar­hvols­málið hef­ur ekki farið fram hjá mörg­um en lík­legt er að sjón­ar­mið um­fram upp­hlaup stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafi farið fram hjá mörg­um. Það er þá ábyrgðar­hluti okk­ar í stjórn­mál­um að reyna að varpa skýr­ara ljósi á málið.

Stöðug­leikafram­lög svo­kölluð voru eign­ir sem tekn­ar voru án end­ur­gjalds af kröfu­höf­um 2015 í fram­haldi af upp­gjöri vegna fjár­mála­hruns­ins. Fjár­málaráðherra lagði til á sín­um tíma að þau færu und­ir Seðlabank­ann en Alþingi vildi að þau færu frek­ar und­ir fjár­málaráðuneytið en fram­kvæmd­in yrði í hönd­um sjálf­stæðs fé­lags sem fékk heitið Lind­ar­hvoll og Rík­is­end­ur­skoðun hefði með því eft­ir­lit. Í meðför­um Lind­ar­hvols jókst virði fram­lag­anna um 70 millj­arða um­fram áætl­un.

Þegar Rík­is­end­ur­skoðun tók út starf­sem­ina var fyrst feng­inn til þess sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi sem skilaði svo ókláruðum at­hug­un­um þegar nýr rík­is­end­ur­skoðandi var kjör­inn vorið 2018. Nýr rík­is­end­ur­skoðandi lauk svo verk­inu sam­kvæmt regl­um embætt­is­ins um fulln­ustu mála og skilaði sem loka­skýrslu vorið 2020.

Und­an­far­in ár hef­ur staðið styr um hvort þingið eða aðrir aðilar í stjórn­kerf­inu ættu að birta hið ókláraða plagg sem sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi sendi við lok vinnu sinn­ar. Síðan þá hef­ur okk­ur stjórn­ar­liðum verið brigslað um að vera að hylma yfir ein­hver myrkra­verk með því að birta ekki plaggið. Tek­ist hef­ur verið á um laga­lega stöðu máls­ins og álit komið fram um að plaggið beri að birta. En lög­fræðiálit eru ekki óskeik­ul og þegar liggja fyr­ir nokkr­ar niður­stöður úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál um hið gagn­stæða, þegar um var að ræða aðila sem falla und­ir valdsvið úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar.

Rík­is­end­ur­skoðandi hef­ur svo sagt bæði ít­rekað og skýrt að grein­ar­gerðin frá 2018 sé óklárað vinnu­skjal sem megi ekki und­ir nokkr­um kring­um­stæðum birta, sbr. ákvæði laga um Rík­is­end­ur­skoðun. Það er synd að ekki virðist hvarfla að fólki að plaggið hafi ekki verið birt vegna þess­ar­ar laga­legu stöðu en ekki ein­hverr­ar yf­ir­hylm­ing­ar. Það er dag­ljóst að póli­tískt hefði verið mun auðveld­ara að birta bara þetta plagg – og að mínu áliti virðing­ar­vert að það hafi ekki verið gert þrátt fyr­ir það.

Það má árétta að ekki var um tvær mis­mun­andi skýrsl­ur að ræða og ann­arri „stungið und­ir stól“. Fyrra plaggið var hálfnað verk sem var svo klárað og birt sem loka­skýrsla. Mun­ur­inn á drög­un­um og loka­skýrsl­unni skýrist ef­laust af því að komið hafi fram frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Þó Rík­is­end­ur­skoðun beri ábyrgð á niður­stöðunni breyt­ir það því ekki að ef ein­hverj­um finnst sem þar þurfi að skoða eitt­hvað nán­ar fer það vænt­an­lega sína réttu leið. Að kalla sam­an þing nú hefði eng­an til­gang nema að þjóna póli­tískri sýnd­ar­mennsku, mögu­lega vegna þess að eft­ir að plagg­inu var lekið er furðu hljótt um alla þá póli­tísku skandala sem þar áttu að leyn­ast.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2023.