Valkostirnir hafa alltaf verið skýrir
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Að öðru óbreyttu verða alþing­is­kosn­ing­ar eft­ir rúm­lega tvö ár. Sitj­andi rík­is­stjórn er tæp­lega hálfnuð með kjör­tíma­bilið. En þótt langt sé í kosn­ing­ar eru hægt og bít­andi að teikn­ast upp með ágæt­lega skýr­um hætti þeir val­kost­ir sem kjós­end­ur standa frammi fyr­ir í kjör­klef­an­um. Val­kost­irn­ir eru kjós­end­um gam­al­kunn­ir þótt sum­ar umbúðirn­ar hefi breyst í ár­anna rás.

Sam­fylk­ing­in hef­ur í sumu dregið rétt­an lær­dóm af reynsl­unni. Draum­ur­inn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur verið læst­ur ofan í skúffu og safn­ar þar ryki með „nýju stjórn­ar­skránni“. En Sam­fylk­ing­ar – sem nú vilja helst kalla sig sósí­al­demó­krata – eru hins veg­ar við sama heyg­arðshornið í skatta­mál­um og um­svif­um rík­is­ins. Grein­ing Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Silfri Eg­ils síðastliðinn sunnu­dag fangaði stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vel: „Þetta er bara gamla Sam­fylk­ing­in, meiri skatt­ar og stærra ríki.“

Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var skýr í skila­boðum sín­um, jafnt þegar hún tókst á við aðra flokks­for­menn (og aðallega Bjarna Bene­dikts­son) í Silfri Eg­ils og í ít­ar­legu viðtali við Morg­un­blaðið um liðna helgi. „Það þarf að end­ur­skoða hvernig við fjár­mögn­um vel­ferðar­kerfið. Þá er ég að tala um heil­brigðis­kerfið, fjár­mögn­un sem fer í upp­bygg­ingu á hús­næði og stuðning við op­in­ber hús­næðisúr­ræði. Þetta eru kostnaðar­söm úrræði,“ sagði Kristrún við Morg­un­blaðið sem er sann­færð um að vandi rík­is­sjóðs sé fyrst og síðast tekju­vandi: „Það hafa ekki orðið al­menni­leg­ar breyt­ing­ar á fjár­mála­hliðinni í lang­an tíma. Ég hræðist eng­an veg­inn umræðu um fjár­mögn­un, sem þarf að vera sann­gjörn og rétt­lát.“

Sem sagt: Kom­ist Sam­fylk­ing­in til valda eft­ir næstu kosn­ing­ar verða skatt­ar hækkaðir og út­gjöld rík­is­ins auk­in stór­kost­lega. Það er því miður rót­gró­in sann­fær­ing meðal vinstri flokka og raun­ar miðju­flokka einnig, að tekju­stofn­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga séu vannýtt­ir ef skatt­ar og gjöld eru ekki í hæstu hæðum. Að hið op­in­bera sé að „af­sala“ sér tekj­um með því að þyngja ekki álög­ur á heim­ili og fyr­ir­tæki.

Gegn hug­mynda­fræði rík­is­hyggj­unn­ar

Gegn þess­ari hug­mynda­fræði stend­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og er eini stjórn­mála­flokk­ur­inn sem hef­ur póli­tíska burði til að koma í veg fyr­ir að draum­ar vinstri rík­is­hyggj­unn­ar ræt­ist. Í Morg­un­blaðsviðtal­inu benti Kristrún rétti­lega á að við „erum búin að vera með sama fjár­málaráðherra í yfir ára­tug, og það hef­ur haft mik­il áhrif á sam­fé­lagið“. (Það voru tíu ár í gær, þriðju­dag frá því að Bjarni tók við lykl­un­um að fjár­málaráðuneyt­inu).

Und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verið leiðandi afl í ís­lensk­um stjórn­mál­um frá 2013 en hef­ur þurft að gera mála­miðlan­ir í þrem­ur sam­steypu­stjórn­um. Verk­in tala sínu máli.

Strax og Bjarni tók við fjár­málaráðuneyt­inu varð al­gjör stefnu­breyt­ing. Haf­ist var handa við að vinda ofan af verk­um vinstri stjórn­ar sem hafði setið í ríf­lega fjög­ur ár. Í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks voru af­numd­ar skerðing­ar á grunn­líf­eyri elli­líf­eyr­isþega, sem vinstri stjórn­in hafði komið á. Og meðal fyrstu verka var und­ir­bún­ing­ur að los­un hafta og upp­gjör á slita­bú­um gjaldþrota banka. Nán­ast ekk­ert hafði verið gert í þeim efn­um enda for­ysta vinstri stjórn­ar­inn­ar sann­færð um að ekki væri hægt að losa Ísland úr gjald­eyr­is­höft­um nema ganga inn í Evr­ópu­sam­bandið. Með festu knúðu Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráðherra, og Bjarni fram samn­inga við þrota­bú föllnu bank­anna um stöðug­leikafram­lög til rík­is­sjóðs sem met­in voru á um 660 millj­arða króna. Og fjötr­ar hafta voru brotn­ir niður. Ekki í fyrsta skipti sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur tekið slíkt verk­efni að sér.

Skatt­ar lækkaðir

Tekju­skatt­ar og þá fyrst og síðast þeirra sem hafa lægstu laun­in hafa lækkað í tíð Bjarna í fjár­málaráðuneyt­inu. Tekju­skatt­ur ein­stak­linga lækkaði á ár­un­um 2014 til 2018 um 25 millj­arða á árs­grund­velli með til­heyr­andi hækk­un ráðstöf­un­ar­tekna heim­il­anna. Rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar í tíð sitj­andi rík­is­stjórn­ar hafa tryggt frek­ari lækk­un með inn­leiðingu nýs lægra skattþreps. Þessi lækk­un hef­ur fyrst og síðast komið þeim best sem eru í lægstu tekju­hóp­un­um en fólk með meðal­tekj­ur hef­ur einnig notið góðs af.

Und­ir for­ystu Bjarna rætt­ist gam­all draum­ur okk­ar Sjálf­stæðismanna. Al­menn­um vöru­gjöld­um var hent út í hafsauga og á ár­un­um 2016 og 2017 voru tek­in stór skref með því að af­nema tolla á flest­ar vör­ur utan land­búnaðar­vara. Árið 2013 var trygg­inga­gjaldið 7,69%. Það er nú 6,35% – hef­ur lækkað um 1,34 pró­sentu­stig eða um liðlega 17%.

Með skatta­leg­um aðgerðum hef­ur verið stutt mynd­ar­lega við rann­sókn­ir og ný­sköp­un. End­ur­greiðsla vegna rann­sókna og þró­un­ar er fjár­fest­ing í framtíðinni – fjár­fest­ing í tæki­fær­um og störf­um. Stefn­an hef­ur svo sann­ar­lega borið ávöxt og þannig hef­ur verið lagður grunn­ur að fjöl­breytt­ara at­vinnu­lífi.

Áralangt rang­læti vegna skatt­lagn­ing­ar sölu­hagnaðar frí­stunda­húsa með til­heyr­andi skerðing­um á rétt­ind­um al­manna­trygg­inga, hef­ur verið leiðrétt. Sölu­hagnaður frí­stunda­hús­næðis sem verið hef­ur í eigu viðkom­andi í sjö ár eða leng­ur er ekki leng­ur skattlagður og viðkom­andi sæt­ir ekki skerðing­um á rétt­ind­um al­manna­trygg­inga. Þessi breyt­ing kom ekki síst eldri borg­ur­um til góða. Annað rétt­læt­is­mál var hækk­un skatt­frels­is­marka erfðafjárskatts.

Til viðbót­ar kem­ur skatt­frjáls ráðstöf­un sér­eigna­sparnaðar vegna íbúðakaupa. Þetta hef­ur skipt sköp­un fyr­ir margt ungt fólk. Auðlegðarskatt­ur vinstri stjórn­ar­inn­ar, sem lagðist ekki síst á eldra fólk, féll niður og hætt var að leggja sér­stak­an orku­skatt á raf­magn.

All­ar þess­ar aðgerðir og fleiri til hafa lagt grunn­inn að auk­inni vel­sæld al­menn­ings á síðustu tíu árum. Hægt og bít­andi hef­ur verið unnið að því að draga ríkið út úr rekstri fjár­mála­fyr­ir­tækja. Útgjöld til heil­brigðismála hafa verið hækkuð um 75% að raun­v­irði. Fram­lög til mál­efna ör­yrkja og aldraðra hafa tæp­lega tvö­fald­ast.

Ólíkt Kristrúnu vill Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tryggja að heim­il­in og fyr­ir­tæk­in fái auk­inn hlut í hag­vaxt­ar­auka í framtíðinni. Þrátt fyr­ir lækk­un skatta hafa tekj­ur rík­is­sjóðs vaxið gríðarlega á síðustu árum og út­gjöld­in einnig. Ríkið glím­ir ekki við tekju­vanda held­ur út­gjalda­vanda sem horf­ast þarf í augu við.

Súpa hvelj­ur

Kaup­mátt­ur launa er 45% hærri en 2013. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna hafa hækkað um ríf­lega þriðjung að raun­v­irði. Er­lend staða þjóðarbús­ins hef­ur batnað á æv­in­týra­leg­an hátt. Í lok fyrsta árs­fjórðungs 2013 var hrein er­lend staða þjóðarbús­ins nei­kvæð um 22,6% af vergri lands­fram­leiðslu. Í lok síðasta árs hafði staðan gjör­breyst. Já­kvæð um 24,2% af lands­fram­leiðslunni. Þrátt fyr­ir Covid og um­fangs­mikl­ar efna­hagsaðgerðir rík­is­sjóðs til að styðja við heim­ili og fyr­ir­tæki á erfiðum tím­um, hafa skuld­ir rík­is­ins á hvern íbúa lækkað um 25,6% að raun­v­irði frá 2013.

Ég geri mér grein fyr­ir því að marg­ir vinstri menn súpa hvelj­ur þegar þeir átta sig á þeim skatta­lækk­un­um sem Bjarni Bene­dikts­son hef­ur beitt sér fyr­ir. Þeir sjá hvert tekju­tæki­færið á fæt­ur öðru renna úr greip­um rík­is­sjóðs! En þeir geta sótt ör­litla hugg­un í tvennt. Ýmsir skatt­ar hafa sann­ar­lega verið hækkaðir. Þannig hef­ur kol­efn­is­gjaldið hækkað hressi­lega. Og af því hef ég áhyggj­ur enda eru vís­bend­ing­ar um að græn­ir skatt­ar legg­ist hlut­falls­lega þyngra á tekju­lága hópa en tekju­háa. Hækk­un fjár­magn­s­tekju­skatts var einnig erfið en á móti kom veru­leg hækk­un á frí­tekju­marki sem tryggði að skatt­byrði al­mennt þyngd­ist ekki. En í heild hafa skatt­ar og gjöld heim­il­anna lækkað um tugi millj­arða á ári á síðustu tíu árum.

Öllu þessu ætl­ar formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að koll­varpa. Hverfa af þeirri braut að gæta hóf­semi í op­in­ber­um álög­um og taka frem­ur Reykja­vík­ur­borg sér til fyr­ir­mynd­ar.

Val­kost­irn­ir eru og hafa alltaf verið skýr­ir. Nýr formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ætl­ar ekki að breyta þeim. Enn líta vinstri menn á fyr­ir­tæki og heim­ili sem tekju­hlaðborð hins op­in­bera. Stór­auk­in rík­is­út­gjöld eða auk­in fram­leiðni og hag­kvæmni í op­in­ber­um rekstri; hærri skatt­ar eða lægri; lak­ari sam­keppn­is­hæfni eða betri; sam­drátt­ur eða auk­in verðmæta­sköp­un; auk­in rík­is­um­svif eða ný­sköp­un og einka­rekst­ur. Um þetta snú­ast stjórn­mál­in á kom­andi árum.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. maí 2023.