Frumskógur frumkvöðlafyrirtækja
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Íslenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Si­dekick Health fékk fimm­tíu millj­óna stuðning úr Tækniþró­un­ar­sjóði fyr­ir ör­fá­um árum. Sá stuðning­ur var mik­il­væg­ur á þeim tíma. Fé­lagið er nú verðmetið á um fjöru­tíu millj­arða króna, hef­ur ráðið til sín starfs­fólk og mun hafa mik­il áhrif á ís­lenskt hag­kerfi til lengri tíma. Sam­bæri­lega sögu má segja af öðrum fé­lög­um á borð við Control­ant, Kerec­is og fleiri.

Um­hverfi rann­sókna og ný­sköp­un­ar hef­ur styrkst veru­lega á síðustu árum. Stuðning­ur rík­is­ins er víðtæk­ur og á síðasta ári fóru rúm­lega átta millj­arðar króna í gegn­um stuðnings­kerfi op­in­berra sam­keppn­is­sjóða. Þá hafa einkaaðilar á und­an­förn­um árum sett um­tals­vert fjár­magn í þessi mik­il­vægu verk­efni.

Hvað stuðning rík­is­ins varðar þá skipt­ir það máli að stuðnings­kerfið sé gott svo að nýj­ar hug­mynd­ir ein­stak­linga verði að veru­leika og skapi bæði störf og verðmæti fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Í þessu, eins og öðru sem snýr að op­in­ber­um rekstri og út­gjöld­um, þarf að huga að því hvernig hægt sé að fara bet­ur með fjár­magn hins op­in­bera, auka hagræðingu og skil­virkni og tryggja að fjár­mun­um sé vel varið.

Það er þess vegna sem ég hef ráðist í út­tekt og kort­lagn­ingu á op­in­beru sjóðaum­hverfi. Í dag eru um 80 op­in­ber­ir sjóðir sem styðja við rann­sókn­ir, ný­sköp­un, þróun og menn­ingu hér á landi. Af 55 sjóðum á sviðum rann­sókna, þró­un­ar og ný­sköp­un­ar eru a.m.k. 40 með sér­stak­ar stjórn­ir. Sam­tals telj­ast 136 stjórn­ar­menn í þeim 40 sjóðum sem upp­lýs­ing­ar fund­ust um. Aðgengi að upp­lýs­ing­um um sjóðina er mis­gott. Um helm­ing­ur sjóðanna er í um­sýslu Rannís og þar má á heimasíðu nálg­ast upp­lýs­ing­ar um starf­semi þeirra og um­fang. Aðrir sjóðir eru með eig­in heimasíðu eða und­ir­síðu hjá ráðuneyt­um og í ein­hverj­um til­vik­um eru upp­lýs­ing­ar ein­ung­is aðgengi­leg­ar þegar aug­lýst er eft­ir um­sókn­um. Um­sókn­ar­kerf­in eru líka mörg og mis­mun­andi, allt frá um­sókn­um á papp­írs­formi yfir í ra­f­ræn um­sókn­ar­form.

Af þeim rúmu átta millj­örðum sem fara til út­hlut­un­ar á hverju ári má gera ráð fyr­ir að allt 5-10% af fjár­fram­lög­um sjóðanna fari í um­sýslu­kostnað. Það má því ætla að allt að 800 millj­ón­ir króna fari í um­sýslu­kostnað á hverju ári en þá er ómæld­ur sá kostnaður sem at­vinnu­lífið, gjarn­an frum­kvöðlar, ver í vinnu og ráðgjöf við um­sókn­ir sem oft á tíðum eru tor­veld­ar og flókn­ar.

Það er mik­il­vægt að ráða þessu bót og ég mun leggja það til að op­in­ber­um sjóðum verði fækkað veru­lega, þeir sam­einaðir, skil­virkni þeirra auk­in, að vinnu­brögð og skipu­lag verði sam­hæft og að ár­ang­ur þeirra sé mæld­ur. Það mun ekki bara spara op­in­bert fjár­magn, held­ur liðka til og ein­falda ferlið fyr­ir frum­kvöðlafyr­ir­tæki sem gegna mik­il­vægu hlut­verki í hag­kerf­inu. Í þessu eins og mörgu öðru get­um við farið bet­ur með fjár­muni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. mars 2023.