Reykjavíkurborg sker sig úr
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Í vik­unni lagði ég á ný fram frum­varp á Alþingi, ásamt nokkr­um þing­mönn­um, um breyt­ingu á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. Til­laga okk­ar er sú að sveit­ar­stjórn­um verði í sjálfs­vald sett að ákveða fjölda aðal­manna í sveit­ar­stjórn inn­an þeirra einu marka að full­trú­arn­ir verði aldrei færri en þrír. Breyt­ing­ar­til­laga í þessa veru hef­ur áður verið flutt á þing­inu, síðast á 152. lög­gjaf­arþingi þar sem Kjart­an Magnús­son var fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins.

Sam­kvæmt nú­gild­andi sveit­ar­stjórn­ar­lög­um, skal fjöldi full­trúa í sveit­ar­stjórn ákveðinn inn­an nán­ar til­greinda marka sem lög­in kveða á um. Þannig skal fjöldi sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa vera 23-31 þar sem íbú­ar eru 100.000 eða fleiri. Á þess­um grund­velli var borg­ar­full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar fjölgað úr 15 í 23 árið 2018, eða um rúm 53%. Fyr­ir breyt­ing­una var hlut­fall borg­ar­full­trúa af borg­ar­bú­um sam­bæri­legt því sem ger­ist í öðrum höfuðborg­um Norður­land­anna. Reykja­vík hef­ur nú hlut­falls­lega flesta borg­ar­full­trúa af höfuðborg­um Norður­land­anna, auk þess sem Reykja­vík sker sig úr sem eina borg­in á Norður­lönd­un­um þar sem all­ir borg­ar­full­trú­ar eru í fullu starfi sem stjórn­mála­menn. Auk 23 borg­ar­full­trúa, eru svo­kallaðir „fyrstu vara­borg­ar­full­trú­ar“ á föst­um laun­um. Þeir eru nú átta tals­ins fyr­ir þá átta flokka sem fengu menn kjörna í borg­ar­stjórn, og fær því 31 borg­ar­full­trúi fasta launa­greiðslu fá Reykja­vík­ur­borg.

Til sam­an­b­urðar má nefna að í Kaup­manna­höfn sitja 55 kjörn­ir full­trú­ar í borg­ar­stjórn, en sveit­ar­fé­lagið Kaup­manna­höfn hef­ur 650.000 íbúa. Störf al­mennra borg­ar­full­trúa eru hluta­störf. Í Hels­inki eru borg­ar­full­trú­arn­ir 85, en íbú­ar sveit­ar­fé­lags­ins eru um 658.000. Borg­ar­full­trú­ar fá ein­ung­is greidda lág­marksþókn­un fyr­ir mæt­ingu á fundi og er því ekki hægt að líta svo á að um fullt starf eða hlutastarf sé að ræða. Borg­ar­full­trú­ar í Stokk­hólmi eru 101 tals­ins, en íbúa­fjöldi í Stokk­hólmi er um 980.000. Aðeins 13 borg­ar­full­trú­ar starfa sem stjórn­mála­menn í fullu starfi en aðrir kjörn­ir full­trú­ar gegna hluta­starfi, lang­flest­ir í minna en 40% hlut­falli. Í Ósló eru borg­ar­full­trú­ar 59 tals­ins, en um 697.000 íbú­ar búa í höfuðborg­inni. Störf al­mennra borg­ar­full­trúa eru hluta­störf.

Það er mik­il­vægt að standa vörð um sjálfs­stjórn­ar­rétt sveit­ar­fé­laga og hæfi­leg­ur fjöldi sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa hlýt­ur að vera háður hug­lægu mati þar sem aðstæður sveit­ar­fé­laga geta verið mis­jafn­ar. Því færi bet­ur á því að matið væri í hönd­um sveit­ar­fé­lag­anna sjálfra, sem eru í mun betri aðstöðu til að meta sín­ar þarf­ir í þess­um efn­um en lög­gjaf­inn. Við leggj­um því til breyt­ingu á laga­ákvæði sem leiðir m.a. til þess að höfuðborg okk­ar sker sig svo ræki­lega úr í sam­an­b­urðinum. Og það með af­skap­lega nei­kvæðum for­merkj­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. mars 2023.