Grafið undan lífskjörum
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Harka­leg kjara­deila Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins stefn­ir lífs­kjör­um launa­fólks í hættu. Ekki aðeins fé­lags­manna Efl­ing­ar held­ur einnig annarra um allt land. Erfitt er að skilja hvernig hægt er að sigla öllu í strand þegar reynt er að landa samn­ing­um til nokk­urra mánaða – samn­ing­um sem end­ur­spegla kjara­samn­inga sem yf­ir­gnæf­andi meiri hluti launa­fólks á al­menn­um vinnu­markaði hef­ur þegar samþykkt. Og það er óskilj­an­legt að for­ysta verka­lýðsfé­lags telji sig þess um­komna að svipta eig­in fé­lags­menn rétt­in­um til að taka af­stöðu til miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara, sem var lögð fram til að höggva á þann hnút sem kjaraviðræður Efl­ing­ar og at­vinnu­rek­enda voru og eru í.

Verk­falls­vopn launa­fólks get­ur reynst beitt í bar­áttu þess fyr­ir kjara­bót­um. Rétt­ur­inn til verk­falla er óum­deild­ur, al­veg með sama hætti og rétt­ur at­vinnu­rek­enda til að leggja á verk­bann er tryggður með lög­um. En rétt­ind­um fylgja einnig skyld­ur. Sé vopn­un­um beitt geta þau valdið skaða til skemmri og lengri tíma.

Verk­föll og verk­bönn veikja efna­hags­leg­ar und­ir­stöður sam­fé­lags­ins og tak­marka mögu­leika til að tryggja og auka kaup­mátt launa. Und­an þessu ein­falda lög­máli kom­ast aðilar vinnu­markaðar­ins ekki. Bætt lífs­kjör nást ekki með því að grafa und­an at­vinnu­líf­inu og und­ir­stöðum efna­hags­lífs­ins.

Skylda að ná samn­ing­um

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma síðastliðinn mánu­dag benti Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra á þá skyldu sem for­ysta launa­fólks og at­vinnu­rek­enda hef­ur; að ná samn­ing­um: „Skylda þess­ara aðila er að ná samn­ing­um við samn­inga­borðið. Það er stóra málið. Þannig á það að vera í heil­brigðu sam­fé­lagi þar sem er heil­brigður vinnu­markaður, að aðilar leysi úr þess­um mál­um sín á milli.“

Ábend­ing for­sæt­is­ráðherra er kór­rétt. Sam­tök at­vinnu­rek­enda og launa­fólks hafa sam­eig­in­lega axlað þá ábyrgð að semja um kaup og kjör. Þeir samn­ing­ar verða að byggj­ast á efna­hags­leg­um raun­veru­leika. Aðeins þannig er hægt að bæta lífs­kjör ekki síst þeirra sem lægstu laun­in hafa.

Verk­föll, verk­bönn og erfiðar kjara­deil­ur beina at­hygl­inni óhjá­kvæmi­lega að inn­an­mein­um sem hrjá ís­lensk­an vinnu­markað sem og áhrifa­leysi og van­mætti al­menn­ings. Æ fleiri hafa áttað sig á því að vinnu­markaðslög­gjöf­in er barn síns tíma og þarfn­ast gagn­gerr­ar end­ur­skoðunar. Vinnu­markaður­inn er ekki heil­brigður. Skila­boð for­sæt­is­ráðherra eru að minnsta kosti skýr: Þegar vinnu­markaður­inn er heil­brigður leysa at­vinnu­rek­end­ur og for­ysta launa­fólks deilu­mál sín á milli.

Sett­ur rík­is­sátta­semj­ari hef­ur lýst því að him­inn og haf séu á milli Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Það er stál í stál. Lausn ekki í sjón­máli. Með fram­göngu sinni hef­ur Efl­ing grafið und­an embætti rík­is­sátta­semj­ara og virt að vett­ugi rétt fé­lags­manna til taka ákvörðun um eig­in kaup og kjör. Þó ekki væri nema af þess­ari ástæðu get­ur lög­gjaf­inn ekki setið með hend­ur í skauti.

Nauðsyn­leg­ar laga­breyt­ing­ar

Lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur eru að stofni til frá 1938 en hafa tekið nokkr­um breyt­ing­um. Í 3. gr. seg­ir að kjara­samn­ing­ur taki gildi „frá und­ir­skrift­ar­degi sé ekki á ann­an veg samið, nema hann sé felld­ur við leyni­lega at­kvæðagreiðslu með meiri hluta greiddra at­kvæða og minnst fimmt­ungs þátt­töku sam­kvæmt at­kvæða- eða fé­laga­skrá inn­an fjög­urra vikna frá und­ir­rit­un“. Í 15. gr. lag­anna er svipað ákvæði um boðun verk­falls/​verk­banns sem telst gild ef „ákvörðun um hana hafi verið tek­in við al­menna leyni­lega at­kvæðagreiðslu með þátt­töku a.m.k. fimmt­ungs at­kvæðis­bærra fé­lags­manna“.

Með öðrum orðum: Það þarf aðeins meiri­hluta 20% fé­lags­manna til að boða verk­fall/​verk­bann eða fella gerða kjara­samn­inga. Reynsla síðustu vikna und­ir­strik­ar nauðsyn þess að herða skil­yrði lag­anna og koma þannig í veg fyr­ir að mik­ill minni­hluti (liðlega 10%) taki ákvörðun fyr­ir meiri­hluta. Hægt er að sækja fyr­ir­mynd í lög um op­in­bera starfs­menn. Í 15 gr. þeirra laga seg­ir: „Boðun verk­falls er því aðeins lög­mæt að ákvörðun um hana hafi verið tek­in í al­mennri leyni­legri alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu í hverju stétt­ar­fé­lagi sem er samn­ingsaðili. Til að samþykkja verk­falls­boðun þarf a.m.k. helm­ing­ur þeirra fé­lags­manna, sem starfa hjá þeim sem verk­fallið bein­ist gegn, að hafa tekið þátt í at­kvæðagreiðslunni og meiri hluti þeirra samþykkt hana.“

Ekki er síður nauðsyn­legt að gerð verði breyt­ing á 29. gr. laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Það verður að vera skýrt að stétt­ar­fé­lög­um og sam­tök­um at­vinnu­rek­enda sé skylt að fram­kvæma kosn­ingu um miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara inn­an fjög­urra vikna. Um leið verði lög­fest að miðlun­ar­til­lag­an fresti verk­föll­um/​verk­bönn­um og hafi sömu áhrif og kjara­samn­ing­ur, þ.e. hún sé ígildi kjara­samn­ings þar til og ef hún hef­ur verið felld í at­kvæðagreiðslu.

Sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir

Þess­ar breyt­ing­ar eru skref í að gera vinnu­markaðinn og lög­gjöf­ina sem um hann gilda heil­brigðari. Ég læt að þessu sinni liggja á milli hluta nauðsyn þess að tryggja raun­veru­legt fé­laga­frelsi. En for­ysta verka­lýðsfé­lags sem virðir lýðræðis­leg­an rétt fé­lags­manna að vett­ugi, líkt og gert hef­ur verið, renn­ir (lík­lega ómeðvitað) frek­ari stoðum und­ir nauðsyn þess að tryggja fé­laga­frelsi ekki aðeins í orði held­ur einnig á borði.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og öll stærstu sam­tök launa­fólks á al­menn­um vinnu­markaði, fyr­ir utan Efl­ingu, gerðu kjara­samn­inga til skamms tíma í des­em­ber síðastliðnum. Mark­mið samn­ing­anna, sem voru samþykkt­ir með af­ger­andi stuðningi, var í senn ein­falt og flókið. Að tryggja kaup­mátt launa and­spæn­is auk­inni verðbólgu, verj­ast at­vinnu­leysi og leggja um leið horn­stein að nýrri sókn til bættra lífs­kjara með kjara­samn­ing­um til langs tíma.

Um það verður ekki deilt að sam­eig­in­lega hef­ur okk­ur tek­ist að stór­auka kaup­mátt ráðstöf­un­ar­tekna á síðustu árum, ekki síst þeirra sem lægstu laun­in hafa. Það eru all­ar for­send­ur fyr­ir því að sækja enn frek­ar fram á kom­andi miss­er­um og árum. En þá verður að tryggja skyn­sam­legt sam­spil milli hærri launa, fram­leiðniaukn­ing­ar, skatta á launa­fólk og þeirra gjalda sem lögð eru á fyr­ir­tæki af ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Þar fara hags­mun­ir Efl­ing­ar­fé­laga og at­vinnu­rek­enda sam­an. Von­andi þarf ekki allt að „fara í skrúf­una“ áður en deiluaðilar átta sig á þess­um sann­ind­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. febrúar 2023.