Anton Kári Halldórsson varð efstur í skoðanakönnun D-lista sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra sem fram fór í dag. Anton Kári hlaut 122 atkvæði í 1. sætið eða 90,4% atkvæða en hann sóttist einn eftir sætinu. Í öðru sæti varð Árný Hrund Svavarsdóttir með 84 atkvæði eða 62,2%. Í þriðja sæti varð Sigríður Karólína Viðarsdóttir með 65 atkvæði eða 48,1%. Í fjórða sæti varð Elvar Eyvindsson með 100 atkvæði eða 74,1% atkvæða.
Alls greiddu 148 manns atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 13 og gild atkvæði 135.
Efstu sex sætin urðu eftirfarandi:
- Anton Kári Halldórsson með 122 atkvæði
- Árný Hrund Svavarsdóttir með 84 atkvæði í 1. - 2. sæti
- Sigríður Karólína Viðarsdóttir með 65 atkvæði í 1. - 3. sæti
- Elvar Eyvindsson með 100 atkvæði í 1. - 4. sæti
- Sandra Sif Úlfarsdóttir með 63 atkvæði í 1. - 5. sæti
- Ágúst Leó Sigurðsson með 68 atkvæði í 1. - 6. sæti
Sjá nánari sundurliðun hér.