„Nú er sótt að Úkraínu og Kænugarði. Það er því viðeigandi að sýna Úkraínumönnum móralskan stuðning með því að nefna kennileiti borgarinnar eftir þessari fornu borg eða landi.“
Þetta sagði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur við það tilefni að skipulags- og samgönguráð samþykkti einróma á fundi sínum í gær tillögu hans um að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð.
„Tengsl Íslands og Kænugarðs ná yfir þúsund ár eins og lesa má um í fornum ritum. Enn þann dag í dag eru talsverð viðskipti og menningarleg tengsl milli Íslands og Úkraínu. Í dag er hart sótt að Úkraínu og höfuðborg hennar. Það er því við hæfi að minnast Kænugarðs að fornu og nýju með því að nefna götu í Reykjavík Kænugarðsstræti,“ segir í tillögunni.