D listi Sjálfstæðismanna og óháðra og H listi, Listi Fólksins í Suðurnesjabæ hafa sameinast og munu bjóða fram í komandi bæjarstjórnarkosningum undir merkjum D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra. Er þetta niðurstaða eftir viðræður Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar og fulltrúaLista fólksins.
Það er trú okkar að með sameiningu listanna séum við sterkari heild til að vinna að umbótum fyrir íbúa Suðurnesjabæjar.
Uppröðun verður á listann og mun verða auglýst eftir áhugasömum einstaklingum á listann.
Einar Tryggvason formaður
Gísli Rúnar Heiðarsson formaður fulltrúaráðs
Magnús Sigfús Magnússon H lista