Sjálfkjörið er í kjörnefnd Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Tólf framboð bárust innan framboðsfrests en fjögur voru dregin til baka. Þau átta sem eftir stóðu samsvara þeim fjölda sem kjósa skal í kjörnefndina og voru þau því sjálfkjörin.
Neðangreindir einstaklingar voru sjálfkjörnir í kjörnefndina:
- Ágústa Guðmundsdóttir
- Auðunn Svavar Sigurðsson
- Friðrik Gunnarsson
- Gísli Kr. Björnsson
- Guðlaug Björnsdóttir
- Helga Kristín Auðunsdóttir
- Soffía Kristín Þórðardóttir
- Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Fullskipuð kjörnefnd er skipuð 15 einstaklingum og til viðbótar framangreindum mun stjórn Heimdallar tilnefna einn fulltrúa í nefndina, stjórn Hvatar einn, stjórn Óðins einn og stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, skipar fjóra.
Kjörnefnd starfar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og hefur það hlutverk að gera tillögu um framboðslista Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík, sem fram fara 14. maí næstkomandi.