Aftur árið 1938 í Evrópu
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Við upp­lif­um nú raun­veru­lega ógn­ar­tíma þegar Rúss­land hef­ur enn á ný þver­brotið alþjóðalög og ráðist inn í Úkraínu. Nú sem aldrei fyrr er þörf á al­gjörri sam­stöðu lýðræðis­ríkja. Við verðum að mæta þess­um aðgerðum sam­stíga og af full­um þunga. Það var góð til­finn­ing á að hlusta á for­ystu­menn allra þing­flokka lýsa yfir sam­stöðu með Úkraínu á Alþingi og yfir af­drátt­ar­lausri for­dæm­ingu á aðgerðum Pútíns.

Það er mik­il­vægt að við þing­menn og stjórn­völd ræðum við þjóðina og höld­um þess­um sjón­ar­miðum á lofti. Smáþjóðirn­ar eiga allt und­ir því að brot á alþjóðalög­um séu ekki liðin. Inn­rás í full­valda evr­ópskt ríki er sam­eig­in­legt viðfangs­efni og verk­efni okk­ar Evr­ópuþjóða. Skila­boðin eru ekki síður þau að við stönd­um með Evr­ópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vest­ur­lönd­um og að við styðjum við málstað þeirra með öll­um til­tæk­um ráðum. En meir að segja hér á landi heyr­ast radd­ir um að fleygja sam­stöðunni við evr­ópsk ríki fyr­ir viðskipta­hags­muni. Það væri al­gjör af­leik­ur fyr­ir smáríkið Ísland sem á allt sitt und­ir því að alþjóðalög séu virt af öðrum þjóðum.

Evr­ópa hef­ur sofnað á verðinum og þrátt fyr­ir ógn­ar­til­b­urði og árás­argirni Rúss­lands und­ir stjórn Pútíns und­an­far­in ár hafa for­ystu­menn í Evr­ópu verið and­vara­laus­ir og jafn­vel aukið við viðskipta- og hags­muna­tengsl við rúss­nesk stjórn­völd. At­b­urðarás liðinn­ar viku opn­ar von­andi augu þeirra fyr­ir því hversu hættu­legt það er að álf­an sé svo háð rúss­neskri orku og fyr­ir nauðsyn þess að snúa af þeirri braut. Staðan sýn­ir líka svart á hvítu mik­il­vægi þess að við séum í sterk­asta varn­ar­banda­lagi heims.

Gerðir Pútíns í bland við sögu­skoðun hans gefa meir en fullt til­efni til að taka hót­an­ir hans al­var­lega. Í ár er aft­ur 1938 í Evr­ópu. Lát­um 1939 ekki end­ur­taka sig.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. febrúar 2022.