Reykjavíkurþing Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fer fram í Valhöll dagana 25. og 26. febrúar 2022.
- Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, setur Reykjavíkurþingið kl. 17 föstudaginn 25. febrúar.
Reykjavíkurþingið veitir sjálfstæðismönnum í Reykjavík tækifæri til að koma að stefnumótun Varðar í borgarmálum og eiga um leið stefnumót við kjörna fulltrúa flokksins í Reykjavík. Starfið fer að mestu fram í málefnanefndum en auk Bjarna munu þau Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Eyþór Arnalds oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, flytja ávörp fyrir þingfulltrúa.
Um er að ræða stefnumótandi málefnaþing þar sem mótuð verður framtíðarsýn í fimm mismunandi málaflokkum sem endurspegla svið Reykjavíkurborgar, þ.e. menningar-, íþrótta- og tómstundanefnd, skóla- og frístundanefnd, umhverfis-, skipulags- og samgöngunefnd, velferðar-, heilbrigðis-, mannréttinda- og lýðræðisnefnd og fjármála- og nýsköpunarnefnd.
Dagskrá fundarins, sjá hér.