Sóttvarnir og lýðræði
'}}

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Á þeim tæpu tveim­ur árum sem kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur geisað hér á landi hafa stjórn­völd gripið til margs kon­ar sótt­varn­aráðstaf­ana með það fyr­ir aug­um að stemma stigu við veirunni og lág­marka þann skaða sem hún óhjá­kvæmi­lega hef­ur í för með sér.

Þær aðstæður sem uppi hafa verið síðastliðin tvö ár hafa kallað á skjót viðbrögð stjórn­valda og hafa þau af brýnni nauðsyn gripið til aðgerða sem óhjá­kvæmi­lega skerða rétt­indi borg­ar­anna að ein­hverju leyti, mis­mikið þó. Flest­ar þess­ar aðgerðir hafa óneit­an­lega verið áhrifa­rík­ar og gert það að verk­um að Ísland hef­ur komið mjög vel út úr kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sam­an­borið við önn­ur lönd. Stjórn­völd, stofn­an­ir og sam­fé­lagið hafa staðist þessa árás. En ekki án kostnaðar. Mik­il samstaða ríkti í ís­lensku sam­fé­lagi á fyrstu mánuðunum en óhætt er að segja að eft­ir því sem liðið hef­ur á hafi samstaðan minnkað enda ljóst að þær ráðstaf­an­ir sem beitt hef­ur verið bitna mis­hart á fólki og fyr­ir­tækj­um.

Það er því eðli­legt að þjóðkjörn­ir full­trú­ar komi í meira mæli að umræðu og ákvörðunum er varða sótt­varn­ir þegar um lang­tíma­tak­mark­an­ir er að ræða. Það er með öllu óeðli­legt að til lengri tíma sé með reglu­gerðum hægt að skerða mann­rétt­indi og frelsi fólks án þess að lýðræðis­lega kjörið þing fái tæki­færi til að fjalla um þær skerðing­ar.

Í Nor­egi eru fyr­ir­hugaðar sótt­varn­aráðstaf­an­ir lagðar fyr­ir þingið og næg­ir að þriðjung­ur þing­manna legg­ist gegn sótt­varn­a­regl­um til að koma í veg fyr­ir gildis­töku þeirra. Í Dan­mörku eru sótt­varn­aráðstaf­an­ir lagðar fyr­ir þing­nefnd og þarf meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar að samþykkja til­lög­ur ráðherra um aðgerðir svo þær taki gildi. Í Bretlandi er sá hátt­ur hafður á að kór­ónu­veiru­lög lands­ins eru ávallt sett tíma­bundið og end­ur­skoðuð af þing­inu reglu­lega.

Ég hef ít­rekað kallað eft­ir aðkomu þings­ins, bæði í umræðu um sótt­varna­lög­in á sín­um tíma og svo í umræðum við heil­brigðisráðherra, bæði fyrr­ver­andi og nú­ver­andi, í þing­inu. En nú hef ég ásamt öðrum þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins lagt fram frum­varp sem trygg­ir þessa aðkomu. Sam­kvæmt frum­varp­inu yrði ráðherra að kynna fyr­ir­hugaðar sótt­varn­a­regl­ur fyr­ir vel­ferðar­nefnd áður en þær taka gildi, en auk þess þyrfti ráðherra að senda Alþingi skýrslu svo fljótt sem auðið yrði með rök­stuðningi öðlist þær regl­ur gildi.

Þrátt fyr­ir að sótt­varnaaðgerðir þurfi vissu­lega ávallt að vera byggðar á lækn­is­fræðilegu mati og slík sjón­ar­mið vegi óneit­an­lega þungt þá eru engu að síður önn­ur atriði sem huga þarf að þegar regl­ur sem fela í sér mikl­ar lang­tíma­frels­is­skerðing­ar eru sett­ar. Slík­ar skerðing­ar hafa óhjá­kvæmi­lega í för með sér marg­vís­leg­ar fé­lags- og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar sem nauðsyn­legt er að líta til þegar ákv­arðanir um sótt­varn­aráðstaf­an­ir eru tekn­ar. Breytt fyr­ir­komu­lag gef­ur þing­mönn­um tæki­færi til að koma að umræðu um málið við ákv­arðana­töku og ráðherra tæki­færi til að tryggja póli­tísk­an stuðning við fyr­ir­hugaðar aðgerðir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. janúar 2022.