Trú – veira – ótti
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Ein­vera get­ur verið hverj­um manni holl. Þá gefst tími til að hugsa, fara yfir far­inn veg, lesa, kynn­ast nýj­um hug­mynd­um og hlaða batte­rí­in bæði and­lega og lík­am­lega. Að geta verið einn með sjálf­um sér í nokkra daga, án þess að finna til ein­mana­leika eða dep­urðar, er góður hæfi­leiki. En al­veg sama hversu vel okk­ur líður í ein­ver­unni þurf­um við öll á sam­neyti við aðra að halda. Við þurf­um fé­lags­skap. And­leg heilsa okk­ar er und­ir því kom­in að við get­um ræktað sam­bandið við okk­ar nán­ustu – sinnt fjöl­skyldu og vin­um, tekið þátt í gleði þeirra og sorg­um. Með sam­skipt­um við annað fólk sækj­um við and­lega nær­ingu og styrk til að tak­ast á við áskor­an­ir hvers­dags­ins með sama hætti og trú­in fær­ir okk­ur bjart­sýni á framtíðina.

Ég er einn þeirra þúsunda Íslend­inga sem ekki fengu að njóta þeirr­ar gleði að fagna jól­um í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. Sú reynsla var mér þung­bær og þó voru og eru aðstæður mín­ar í ein­angr­un lík­lega miklu betri en flestra annarra. Hafði nóg að bíta og brenna, fékk jólapakka frá þeim sem eru mér kær­ast­ir og naut friðar sveit­ar­inn­ar.

Til­efni til end­ur­mats

Eft­ir nokkra daga verður und­ar­legt ár að baki – ár sem hef­ur reynst mörg­um erfitt. Glím­an við skæðan far­ald­ur hef­ur orðið lengri en nokk­urn óraði fyr­ir. Efna­hags­leg­an skaða er hægt að mæla með stiku hag­fræðinn­ar, en áhrif far­ald­urs­ins á and­lega og lík­am­lega heilsu ein­stak­linga verða seint að fullu met­in og aldrei til fjár.

Ára­mót gefa okk­ur öll­um til­efni til end­ur­mats, vega og meta það sem gert hef­ur verið, horf­ast í augu við mis­tök en njóta um leið þess sem vel hef­ur verið gert. Á grunni reynsl­unn­ar leggj­um við á ráðin fyr­ir nýtt ár, staðráðin í að læra af mis­tök­um og forðast að falla í þá gryfju að end­ur­taka þau í þeirri von að fá aðra og betri niður­stöðu.

Í mörgu hef­ur okk­ur Íslend­ing­um tek­ist vel í bar­átt­unni við heims­far­ald­ur­inn en við stönd­um á kross­göt­um. Á nýju ári get­um við ekki notað sömu bar­áttuaðferðir og í upp­hafi þegar óvin­ur­inn var lítt þekkt­ur. Við get­um ekki gripið til harka­legri sótt­varna en þegar við vor­um lítt var­in og sent tugi þúsunda í ein­angr­un eða sótt­kví þegar lang­stærsti hluti lands­manna er bólu­sett­ur og al­var­leg veik­indi fátíð.

Ótt­inn gegn frels­inu

Á nýju ári get­um við sem eldri erum ekki kraf­ist þess að börn og ung­ling­ar sæti þving­un­um til að verja heilsu okk­ar. Skylda okk­ar er að tryggja að ungt fólk fái að lifa og þrosk­ast í sam­neyti við jafn­aldra sína, geti stundað nám og fé­lags­störf, farið á böll og komið sam­an á góðri stundu. Sótt­varnaaðgerðir verða að taka mið af þess­ari skyldu.

Stjórn­völd­um ber að verja líf og heilsu borg­ar­anna, um það er ekki deilt. Í varn­ar­bar­áttu geta stjórn­völd hins veg­ar ekki beitt hvaða meðulum sem er. Og valdið til að ganga á borg­ara­leg rétt­indi fólks – skerða at­hafna- og fé­laga­frelsi borg­ar­anna – verður því minna sem tím­inn líður og þekk­ing­in á ógn­inni verður meiri. Og aldrei mega stjórn­völd í lýðfrjálsu ríki falla í þá gryfju að nýta sér ótt­ann til að rétt­læta tak­mark­an­ir á mann­leg­um sam­skipt­um. Ef við höf­um lært eitt­hvað af sög­unni þá vit­um við að ótt­inn og frelsið eiga aldrei sam­leið. Á ótt­an­um nær­ist for­ræðis­hyggj­an.

Jól­in minna okk­ur á að trú­in geng­ur á hólm við ótt­ann. Í trúnni á hið góða – Guð í al­heims­geimi og Guð í okk­ur sjálf­um – finn­um við styrk til að yf­ir­stíga ótt­ann og æðru­leysi til að tak­ast á við erfiðleika.

Viska og feg­urð trú­ar­inn­ar

Hug­mynda­fræði trú­leys­is, sem víða hef­ur náð að festa ræt­ur, hafn­ar styrk trú­ar­inn­ar. Þegar sál­inni er af­neitað – þess­ari and­legu, yf­ir­skil­vit­legu vídd mann­legs eðlis – hverf­ur umb­urðarlyndið. Eft­ir standa aðeins lík­am­leg­ir eig­in­leik­ar; út­lit og kyn. Allt verður á grunni hins ver­ald­lega og hinu and­lega er fórnað.

Í trú­leys­inu glat­ast hæfi­leik­inn til að þiggja and­leg­ar gjaf­ir. „Kyrrð, ró­semi, frið, hið innra og ytra, og þetta er nátt­úru­lega það sem jól­in gefa og boða þar sem þau eru þegin.“ Þannig lýsti hr. Sig­ur­björn Ein­ars­son bisk­up jóla­gjöf­inni sem hann vildi helst gefa Íslend­ing­um ef hann gæti. Trú­leysið lok­ar glugg­an­um og hjartað fær ekki að njóta geisla von­ar­inn­ar sem trú­in fær­ir.

Á und­an­förn­um árum hef­ur notk­un þung­lynd­is- og kvíðalyfja auk­ist veru­lega, ekki síst meðal ungs fólks. Í viðtali við Rík­is­út­varpið fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um sagði Björn Hjálm­ars­son, geðlækn­ir á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­ala, að rekja mætti þessa þróun til margra þátta. Skort­ur á trú­rækni væri hluti vand­ans: „Sorg­in er að verða meira og meira sjúk­dóm­svædd. Þeir sem eru sann­trúaðir, þeir geta sótt svo mik­inn mátt í trúna. Trú­ar­heim­speki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trú­in á hið góða, hið fagra og hið full­komna er mjög góður styrk­ur.“

Í hraða sam­tím­ans og ver­ald­ar­hyggju trú­leys­is er hætt­an sú að and­leg nær­ing verði fá­breyti­leg. Og við miss­um af visku trú­ar­inn­ar og þeirri feg­urð sem trú­in á hið góða – hið æðra – get­ur gefið okk­ur öll­um.

Ég þakka les­end­um fyr­ir árið sem er að líða og óska lands­mönn­um öll­um gleðilegs árs sem get­ur markað nýtt upp­haf fyr­ir okk­ur öll. Orð sálma­skálds­ins fá þannig að ræt­ast: „Og háar sjón­ir vekja sem af dvala stór­menni, söng­menn, speki­menn og spá­menn. Og dagg­ir and­ans hrynja á lífs­ins haf­flöt, svo hring­ir mynd­ast, þeir stækka, víðka, og efla óð og af­rek, ást og sam­hug, og leita upp sjálfa lífs­ins rót og sjá, þá lyft­ist heims vors afar mikla bákn um lítið fet á lífs­ins óra­vegi!“

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. desember 2021.