Frelsi í lífeyrismálum aukið
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Fyr­ir okk­ur sem höf­um bar­ist fyr­ir auknu frelsi launa­fólks til að ávaxta líf­eyr­is­sparnað sinn er ástæða til að fagna. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri-grænna eru gef­in fyr­ir­heit um aukið frelsi: „Við ætl­um að renna styrk­ari stoðum und­ir líf­eyri­s­kerfið og stuðla að auk­inni hag­kvæmni og fjöl­breytt­ari ávöxt­un­ar­mögu­leik­um. Útfærðar verða leiðir til að auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaði.“

Aukið frelsi til að ráðstafa sér­eign­ar­sparnaði er mik­il­vægt skref í að ýta und­ir sam­keppni milli líf­eyr­is­sjóða en um leið auka áhuga og vit­und al­menn­ings um mik­il­vægi fjár­hags­legs sjálf­stæðis. Í fram­hald­inu er rétt að huga að því að veita launa­fólki fullt frelsi til að velja sér líf­eyr­is­sjóð vegna sam­trygg­ing­ar­hluta iðgjalda, óháð kjara­samn­ing­um og stétt­ar­fé­lög­um. Slík breyt­ing er í takt við vilja lands­manna sam­kvæmt könn­un sem Frétta­blaðið greindi frá í mars 2017 en um 97% vilja fullt frelsi til að velja líf­eyr­is­sjóð.

Fátt mun veita líf­eyr­is­sjóðunum meira aðhald en auk­in sam­keppni um iðgjöld launa­fólks. Og það mun leiða til auk­inn­ar hag­kvæmni líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins.

Fjör­egg þjóðar

All­ar breyt­ing­ar á líf­eyr­is­sjóðakerf­inu verða að vera vel ígrundaðar. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru þrátt fyr­ir allt fjör­egg okk­ar. Fáum þjóðum hef­ur tek­ist með sama hætti og okk­ur Íslend­ing­um að byggja upp líf­eyri­s­kerfi sem launa­fólk hef­ur getað treyst á. Styrk­leiki kerf­is­ins er einn sterk­asti horn­steinn efna­hags­legr­ar vel­ferðar þjóðar­inn­ar.

For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar gera sér grein fyr­ir þessu og því verður sér­stök græn­bók um líf­eyr­is­mál „unn­in í sam­vinnu við aðila vinnu­markaðar­ins og líf­eyr­is­sjóði á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins í því skyni að skapa grund­völl fyr­ir umræðu, stefnu­mörk­un og ákv­arðanir um líf­eyri­s­kerfið og framtíðarþróun þess með heild­stæðum hætti“. Í stjórn­arsátt­mál­an­um seg­ir að meðal ann­ars verði horft til „ein­föld­un­ar kerf­is­ins og fjallað um grund­vallar­for­send­ur varðandi hlut­verk, upp­bygg­ingu, sjálf­bærni og um­fang sjóðanna í efna­hags­líf­inu, upp­bygg­ingu rétt­inda og sam­spil milli ólíkra stoða líf­eyri­s­kerf­is­ins, nauðsyn­lega hækk­un líf­eyris­ald­urs og sveigj­an­leika til töku líf­eyr­is í sam­hengi við hækk­andi líf­ald­ur, trygg­inga­fræðileg­ar for­send­ur, fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir, starfs­um­hverfi og eft­ir­lit“.

Kald­ur hroll­ur

Í sinni ein­föld­ustu mynd bygg­ist sparnaður launa­fólks á tveim­ur stoðum; verðmæti eig­in íbúðar­hús­næðis og líf­eyr­is­sparnaði.

Ég hef alltaf talið það eina af frum­skyld­um stjórn­mála að byggja und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði fólks. Þessi frum­skylda hvíl­ir þyngst á herðum okk­ar hægrimanna enda sýna vinstri­menn oft lít­inn skiln­ing á mik­il­vægi þess að auka mögu­leika fólks til eigna­mynd­un­ar. Að minnsta kosti hríslast kald­ur hroll­ur niður bak margra vinst­ris­innaðra vina minna þegar ég ræði um draum­inn um að gera alla Íslend­inga að kapí­tal­ist­um – að eigna­fólki sem á ekki aðeins eigið hús­næði og góð líf­eyr­is­rétt­indi held­ur eru virk­ir þátt­tak­end­ur í at­vinnu­líf­inu.

Ég hef lengi bar­ist fyr­ir því að auðvelda launa­fólki að taka bein­an þátt í at­vinnu­líf­inu með kaup­um á hluta­bréf­um. Skil­virk­asta leiðin er að heim­ila ein­stak­ling­um að draga frá tekju­skatti kaup á skráðum hluta­bréf­um og hlut­deild­ar­skír­tein­um sem eru skráð á skipu­leg­an verðbréfa­markað. Frum­varp þessa efn­is verður lagt fram að nýju á þessu þingi. Nái frum­varpið fram að ganga verður ekki aðeins skotið enn einni stoðinni und­ir eigna­mynd­un al­menn­ings held­ur er einnig verið að byggja und­ir hluta­bréfa­markaðinn – gera hann skil­virk­ari, dýpri og auka aðgengi fyr­ir­tækja að áhættu­fé. Skatta­afslátt­ur vegna hluta­bréfa­kaupa spil­ar vel sam­an við hug­mynd­ir um að auka frelsi launa­fólks til að ráðstafa sér­eign­ar­sparnaði sín­um.

Þannig fær­umst við nær því að draum­ur­inn um fjár­hags­legt sjálf­stæði launa­fólks ræt­ist. Hags­mun­ir al­menn­ings og at­vinnu­lífs­ins verða bet­ur sam­tvinnaðir. Á því get­ur eng­inn tapað.

Sam­starfs­verk­efni

Ég hef áður gert það að um­tals­efni að líf­eyr­is­sjóðirn­ir á al­menn­um vinnu­markaði séu sam­starfs­verk­efni launa­fólks og at­vinnu­rek­enda, sem hafa tekið hönd­um sam­an til að tryggja launa­fólki líf­eyri eft­ir að góðri starfsævi lýk­ur en um leið veita sam­eig­in­lega trygg­inga­vernd vegna ör­orku eða veik­inda.

Ábyrgð þeirra sem hafa tekið að sér stjórn líf­eyr­is­sjóða er því ekki lít­il. Launa­fólk ger­ir þá skýru kröfu til stjórna og starfs­manna sjóðanna að láta aðeins hags­muni sjóðfé­laga ráða för. Sjóðfé­lag­ar geta aldrei sætt sig við að fjár­mun­ir þeirra séu nýtt­ir í valda­bar­áttu eða til að vinna að fram­gangi sjón­ar­miða eða vinna gegn ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hafa ekk­ert með hags­muni þeirra að gera. Hafi for­ystu­menn verka­lýðsfé­laga eða at­vinnu­rek­enda ekki and­leg­an styrk til að virða sjálf­stæði stjórna sjóðanna grafa þeir und­an lífs­kjör­um launa­fólks.

Stærsta áskor­un líf­eyr­is­sjóða á hverj­um tíma er að ávaxta fjár­muni launa­fólks og oft hafa mögu­leik­arn­ir ekki verið marg­ir. Þar skipta áhættu­dreif­ing og fjöl­breyti­leg­ir fjár­fest­ing­ar­kost­ir mestu.

Það er rétt sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hef­ur sagt að vís­bend­ing­ar séu um að líf­eyr­is­sjóðirn­ir þurfi meira svig­rúm til fjár­fest­inga er­lend­is. Raun­ar má leiða rök að því að skyn­sam­legt sé að aflétta öll­um höml­um á fjár­fest­ing­um í öðrum lönd­um og jafn­vel setja lág­marks­kröfu um hlut­fall er­lendra eigna. Þannig verður fjör­eggj­un­um dreift í fleiri en eina körfu.

Í stjórn­arsátt­mál­an­um kem­ur skýrt fram að rík­is­stjórn­in átt­ar sig á mik­il­vægi þess að líf­eyr­is­sjóðirn­ir eigi fjöl­breytta mögu­leika til að ávaxta fjár­muni: „Stuðlað verður að því að fjölga ávöxt­un­ar­mögu­leik­um líf­eyr­is­sjóðanna og mögu­leik­um til auk­inn­ar þátt­töku í innviðafjár­fest­ing­um og græn­um fjár­fest­ing­um.“

Rík­is­stjórn­in ætl­ar með öðrum orðum að taka hönd­um sam­an við líf­eyr­is­sjóðina við upp­bygg­ingu mik­il­vægra innviða. Með því vinnst tvennt. Ann­ars veg­ar fá líf­eyr­is­sjóðirn­ir nýja fjár­fest­ing­ar­mögu­leika sem sjóðfé­lag­ar njóta í formi góðrar ávöxt­un­ar og hins veg­ar njóta all­ir lands­menn upp­bygg­ing­ar sterk­ari innviða, jafnt hagrænna og fé­lags­legra.

Tak­ist rík­is­stjórn­inni ætl­un­ar­verk sitt í líf­eyr­is­mál­um með auknu frelsi, fjöl­breytt­ari ávöxt­un­ar­mögu­leik­um líf­eyr­is­sjóðanna og öfl­ugri upp­bygg­ingu innviða get­ur margt annað setið á hak­an­um.

Morgunblaðið, 8. desember, 2021.