Bjarni minnist Ólafar Nordal á fæðingardegi hennar
'}}

Bjarni Benediktsson minnist Ólafar Nordal á afmælisþingi lagadeildar Háskólans á Bifröst í dag. Hún var fyrsti deildarforseti lagadeildarinnar og byggði hana upp.

Afmælisþing lagadeildarinnar er haldið á fæðingardegi Ólafar. Hægt er að horfa á erindi Bjarna í beinu streymi hér fyrir neðan sem hefst kl. 14:10.

Ólöf var fædd 3. desember 1966 og hefði því orðið 55 ára í dag. Sjá nánar um þingferil Ólafar hér.

Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ávarpa málþingið, þau Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.