Afkoma ríkissjóðs snarbatnar og 20.000 ný störf orðið til
'}}

Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram á alþingi miðvikudaginn 1. desember. Í ræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins meðal annars:

֦Í dag er ágætisdagur til að líta um öxl og spyrja sig: Var rétta leiðin valin? Var nóg að gert? Við höfum skýr merki. Á morgun förum við í fjárlagaumræðuna. Við sögðumst vilja vaxa út úr heimsfaraldrinum og á þessu ári hafa orðið til 20.000 störf. Afkoma ríkissjóðs fer snarbatnandi. Það munar 120 milljörðum frá þessu ári yfir á það næsta ef spár ganga eftir. Við höfum fundið viðspyrnuna, við gátum veitt fyrirtækjunum skjól og við höfum þess vegna sterkan grunn til að halda áfram.֞

Ræðuna má sjá í heild sinn hér.