Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Birgir er 8. forseti Alþingis úr röðum Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 þegar alþingi tók að starfa í einni deild.
Birgir hefur verið þingmaður fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður frá árinu 2003. Hann var formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins frá 2017 til 2021. Birgir var 6. varaforseti Alþingis 2005-2007 og 2. varaforseti alþingis frá 2016 til 2017.
Birgir hefur mikla reynslu af þingstörfum. hann sat í allsherjarnefnd á árunum 2003-2013, þar af formaður frá 2007-2009. Hann sat í efnahags- og viðskiptanefnd frá 2003-2007. í kjörbréfanefnd 2004-2011, 2013 og síðan 2016. Í sérnefnd um stjórnarskrármál frá 2005-2007, þar af formaður frá 2006-2007 og svo aftur 2009. Hann sat í viðskiptanefnd 2007-2009, í umhverfisnefnd 2009-2011, í saksóknarnefnd 2010-2012, í þingskapanefnd 2011-2013 og 2013-2016, í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011-2013 og 2015-2016, í umhverfis- og samgöngunefnd frá 2011-2016, utanríkismálanefnd frá 2013-2015 sem formaður og aftur á árinu 2017, í velferðarnefnd á árinu 2017 og í allsherjar- og menntamálanefnd frá 2017-2021.
Þá sat Birgir í Íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins frá 2003-2005 sem formaður, í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins frá 2005–2007 sem formaður, í Íslandsdeild VES-þingsins 2007–2009, í Íslandsdeild NATO-þingsins 2013–2016 og í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2017–2021.