Viðhaldsmál í Reykjavík
'}}

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi:

Nú er klukk­an kort­er í kosn­ing­ar og það má held­ur bet­ur sjá á þeim ákvörðunum sem tekn­ar eru í ráðhús­inu í Reykja­vík þessa dag­ana. Það var hálf­kjána­legt að horfa á odd­vita meiri­hlut­ans til­kynna bros­andi út að eyr­um þá ákvörðun að 25 til 30 millj­örðum yrði á næstu fimm til sjö árum varið í viðhalds­mál. Nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur lengi trassað viðhald á skóla­hús­næði í borg­inni, sama fólkið og hef­ur tekið á mál­efn­um Foss­vogs­skóla á þessu kjör­tíma­bili. Frumáætl­un sýn­ir að kennsla í full­bún­um Foss­vogs­skóla hefst ekki fyrr en í ág­úst 2023, í því máli var talað um móður­sýki. Í Laug­ar­nesi og Lang­holts­hverfi eru for­eldr­ar orðnir lang­eyg­ir eft­ir lausn­um enda er fjöldi barna í hverf­inu mik­ill. Aðgerðal­eysi hef­ur ríkt gagn­vart þeim vanda og eng­ar lausn­ir vegna hans komið á kjör­tíma­bil­inu.

Mál­un­um bjargað á næsta kjör­tíma­bili

Nú á að fram­kvæma á næstu fimm til sjö árum; vitað var í upp­hafi þessa kjör­tíma­bils að víða var þörf á úr­bót­um en í þær var ekki ráðist held­ur á að fara í þær á næsta kjör­tíma­bili. Grunnþjón­ust­an okk­ar á alltaf að ganga fyr­ir, ekki bara rétt fyr­ir kosn­ing­ar þegar gef­in eru lof­orð um mörg góð mál sem svo ná ekki fram að ganga. Þess vegna er þessi ákvörðun mjög ósann­fær­andi. Það er líka und­ar­legt að berja sér á brjóst og segja líkt og borg­ar­stjóri gerði að hér væri verið að gefa skýr skila­boð um að þetta myndu verða for­gangs­mál hjá borg­inni á næstu árum. Það þarf ekki að rifja upp fyr­ir Reyk­vík­ing­um að Dag­ur B. Eggerts­son var fyrst kos­inn til starfa í borg­ar­stjórn árið 2002 og hef­ur setið sem borg­ar­stjóri frá 2014. Borg­ar­stjóri starfar líkt og fram­kvæmda­stjóri í fyr­ir­tæki. Það er und­ar­legt að ekki hafi verið spurt hvers vegna þessi gríðarlega viðhaldsþörf er kom­in, það er jú vegna trassa­skap­ar. Viðhaldi hef­ur ekki verið sinnt sem skyldi og því fer sem fer. Þessi lof­orð eru ekki traust­vekj­andi; þau eru frá meiri­hluta sem hef­ur haft næg­an tíma og pen­inga til að grípa inn í og taka á heima­til­bún­um viðhaldsvanda því tekj­ur borg­ar­inn­ar hafa slegið met ár frá ári á þessu kjör­tíma­bili.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. nóvember 2021.