Eitt sem má ekki gleymast
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Þegar þetta er skrifað ligg­ur ekki fyr­ir hvort rík­is­stjórn­in sem tók við völd­um árið 2017 end­ur­nýi sam­starfið. Lík­urn­ar fyr­ir því eru góðar en í stjórn­mál­um ekki á vís­an að róa fyrr en allt er frá­gengið.

Í liðinni viku fjallaði ég hér á þess­um stað um nokk­ur mik­il­væg mál sem stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír verða að ná sam­stöðu um áður en lagt er að nýju af stað í fjög­urra ára leiðang­ur. Sum þeirra eru erfið. En það er að minnsta kosti eitt sem ekki má gleym­ast og ætti ekki að vera erfitt fyr­ir flokk­ana þrjá að ná sam­an um: Að styrkja stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla. Ekki með bein­um rík­is­styrkj­um, líkt og formaður Blaðamanna­fé­lags­ins tel­ur eðli­legt, held­ur með því að jafna leik­inn í ójafnri sam­keppni við Rík­is­út­varpið.

Sýn for­manns Blaðamanna­fé­lags­ins á framtíð fé­lags­manna sinna er frem­ur dap­ur­leg. Í viðtali við Rík­is­út­varpið [Svona er þetta, á Rás 1] í byrj­un sept­em­ber síðastliðins taldi hann að „stjórn­mála­flokk­ar geri sér grein fyr­ir því að þetta er í raun­inni bara spurn­ing um það hvort þú vilj­ir fjöl­miðla sem eru rík­is­styrkt­ir eða enga fjöl­miðla“. Formaður­inn hélt því fram að ræða þyrfti „af meiri al­vöru hversu miklu fjár­magni ríkið verji til styrkt­ar ís­lensk­um fjöl­miðlum“ því þetta væri „ekki leng­ur spurn­ing um hvort, held­ur hve mikið“.

Tryggð við Rík­is­út­varpið

Full­yrðing for­manns Blaðamanna­fé­lags­ins um að það sé orðinn sam­hljóm­ur eða sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur á því hjá stjórn­mála­flokk­um að valið standi milli þess að setja sjálf­stæða fjöl­miðla í súr­efn­is­vél­ar rík­is­ins eða hafa enga fjöl­miðla er röng. En lit­ast lík­lega af tryggð við Rík­is­út­varpið og þeirri trú að rík­is­rekst­ur fjöl­miðla sé lífs­nauðsyn­leg­ur í sam­fé­lagi 21. ald­ar­inn­ar. Formaður­inn á hins veg­ar marga skoðana­bræður og -syst­ur inn­an þings og utan. Rík­is­út­varpið hef­ur notið þess að faðmur flestra stjórn­mála­manna er mjúk­ur og hlýr. Í hug­um þeirra á allt um­hverfi frjálsra fjöl­miðla að mót­ast af hags­mun­um rík­is­rekna fjöl­miðlafyr­ir­tæk­is­ins. Rík­is­styrk­ir til sjálf­stæðra fjöl­miðla eru því ekki annað en fórn­ar­kostnaður vegna Rík­is­út­varps­ins, – skjól­vegg­ur um Efsta­leiti gegn vind­um breyt­inga og framþró­un­ar.

Í júní 2018 skrifaði ég einu sinni sem oft­ar um fjöl­miðla hér á þess­um stað:

„Fátt er hættu­legra fyr­ir frjálsa fjöl­miðlun en að vera háð op­in­ber­um styrkj­um og nefnd­um á veg­um hins op­in­bera sem skammta úr hnefa fjár­muni til að standa und­ir ein­stök­um þátt­um í rekstr­in­um. Fjöl­miðlun sem er háð hinu op­in­bera með bein­um hætti verður aldrei frjáls nema í orði.

Ég hef ekki lagt það í vana minn að nota stór­yrði en nauðsyn brýt­ur regl­una. Það er gal­in hug­mynd að reyna að stuðla að frjálsri og óháðri fjöl­miðlun með um­fangs­mikl­um milli­færsl­um og rík­is­styrkj­um. Verst er að með milli­færsl­um og styrkj­um er í raun verið að rétt­læta rang­lætið á fjöl­miðlamarkaði og kom­ast þannig hjá því að fjar­læga meinið sjálft.“

Þessu eru formaður Blaðamanna­fé­lags­ins og skoðana­bræður hans ekki sam­mála.

Fyrsta og annað skref

Í maí síðastliðnum var af­greitt stjórn­ar­frum­varp um bein­an rík­is­stuðning við frjálsa fjöl­miðla með at­kvæðum 34 þing­manna gegn 11 en 12 þing­menn greiddu ekki at­kvæði. Sá er þetta rit­ar var einn þeirra sem sátu hjá þrátt fyr­ir að um stjórn­ar­frum­varp væri að ræða. Í meðför­um þings­ins var frum­varp­inu breytt og stuðning­ur­inn gerður tíma­bund­inn og aðeins „vegna miðlun­ar á frétt­um og frétta­tengdu efni árin 2020 og 2021,“ eins og seg­ir í nefndaráliti meiri­hluta alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. Án þess­ar­ar breyt­ing­ar hefði ég ekki átt ann­an kost en að greiða at­kvæði gegn frum­varp­inu og svo á einnig við um fleiri þing­menn sem töldu sér skylt að styðja frum­varpið vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Með breyt­ing­unni gæf­ist svig­rúm til að leggja grunn að sæmi­lega heil­brigðu rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla. Þetta svig­rúm verður ný rík­is­stjórn að nýta, enda varla ætl­un­in að feta í fót­spor lækn­is­ins sem neit­ar að skera sjúk­ling­inn upp til að koma hon­um til heilsu en gef­ur hon­um verkjalyf til að lina mestu þján­ing­arn­ar í þeirri von að hann tóri eitt­hvað áfram.

Fyrsta skref er að draga rík­is­miðil­inn út úr beinni sam­keppni við frjálsa fjöl­miðla á mik­il­væg­um tekju­markaði – aug­lýs­inga­markaði. (Raun­ar þarf að end­ur­skoða sam­keppn­is­rekst­ur rík­is­ins á öðrum mörkuðum með svipuðum hætti).

Annað skref er að styrkja rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla með lækk­un skatta. Það er ann­ars veg­ar hægt með lækk­un eða niður­fell­ingu virðis­auka­skatts á áskrift­ir og hins veg­ar með lækk­un trygg­inga­gjalds. Á meðan meiri­hluti þings­ins tel­ur nauðsyn­legt að ríkið standi í rekstri fjöl­miðils er rétt­læt­an­legt að taka upp skatta­leg­ar íviln­an­ir af þessu tagi – íviln­an­ir í gegn­um skatt­kerfið sem tryggja að all­ir frjáls­ir fjöl­miðlar sitji við sama borð. Eng­in op­in­ber nefnd eða stofn­un kem­ur þar nærri.

Ásamt fé­lög­um mín­um hef ég lagt fram frum­vörp þessa efn­is, en þau ekki fengið fram­gang á þingi. Þau eru hins veg­ar ein­föld og til­bú­in. Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að ný rík­is­stjórn horfi til þeirra í stjórn­arsátt­mála og leggi þar með grunn að öfl­ug­um sjálf­stæðum fjöl­miðlum, sem þó þurfa enn að glíma við rík­is­rekst­ur sam­hliða sam­keppni við er­lend risa­fyr­ir­tæki sem sækja af aukn­um þunga inn á ís­lensk­an aug­lýs­inga- og áskrifta­markað.

Morgunblaðið, 13. október 2021.