Ögurstund í kjörklefanum
'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi:

Stund­ar­kornið á kjörstað hverju sinni vek­ur með kjós­and­an­um jafn­an sér­stak­ar til­finn­ing­ar og hef­ur meiri og víðtæk­ari áhrif en marga grun­ar. Hvert at­kvæði skipt­ir máli og það á ekki síst við nú þegar boðið er upp á fjölda fram­boða með til­heyr­andi ferðalagi út í póli­tíska óvissu hand­an kosn­inga.

Kjós­end­ur vita hins veg­ar hvar þeir hafa Sjálf­stæðis­flokk­inn og þeim mun fleiri sem leggja okk­ur lið á laug­ar­dag­inn kem­ur þeim mun minni óvissa í fram­hald­inu.

Það eru for­rétt­indi að hafa fengið tæki­færi til að taka þátt í kosn­inga­bar­áttu und­an­farn­ar vik­ur. Að skynja traust og þakk­læti fólks á förn­um vegi í garð for­ystu­sveit­ar sjálf­stæðismanna og stjórn­valda fyr­ir ör­uggt taum­hald á erfiðum tím­um heims­far­ald­urs og að tek­ist hafi á sama tíma að viðhalda stöðug­leika og stuðla að hraðari bata í efna­hags- og at­vinnu­lífi eft­ir Covid-dýf­una.

Okk­ur hef­ur auðnast að grípa mörg tæki­færi og vinna úr þeim landi og þjóð til heilla. Það ætl­um við sann­ar­lega að gera áfram því yf­ir­skrift kosn­inga­bar­áttu okk­ar sjálf­stæðismanna, „land tæki­fær­anna“, er al­deil­is ekki orðin tóm held­ur staðreynd og inni­halds­rík­ur veg­vís­ir til næstu framtíðar og áfram.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er eina stjórn­mála­aflið sem hef­ur birt raun­hæfa áætl­un um að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings – CO – með það að mark­miði að notk­un jarðefna­eldsneyt­is ljúki á Íslandi áður en árið 2040 geng­ur í garð. Við eig­um ekki að setja markið lægra en svo að Íslend­ing­ar verði í for­ystu í ver­öld­inni að þessu leyti. Ísland flytji bæði út ra­feldsneyti og þekk­ingu á því að hreinsa and­rúms­loftið í orðsins fyllstu merk­ingu. Þar vísa ég til ein­stakr­ar hreins­istöðvar sem tek­ur við út­blæstri frá Hell­is­heiðar­virkj­un sem aðskil­ur brenni­steinsvetni og kolt­ví­sýr­ing og dæl­ir niður í jörðina til að binda efn­in þar við berg­lög á 1.000-2.000 metra dýpi.

Við eig­um gott heil­brigðis­kerfi sem hægt er að gera enn betra. Þar bíða áskor­an­ir sem telj­ast ekki vanda­mál held­ur verk­efni til að vinna að og leysa. Fólk sem leit­ar eft­ir grunn­heil­brigðisþjón­ustu lang­ar leiðir á auðvitað rétt á heilsu­gæslu í heima­byggð. Aukið sam­starf rík­is­stofn­ana og einka­fyr­ir­tækja í heil­brigðis­kerf­inu ætti að vera sjálf­gefið og auðvitað eig­um við ekki að senda fólk úr landi í liðskiptaaðgerðir sem ís­lensk­ir lækn­ar geta ann­ast. Hvaða vit er í því þegar hægt er að fram­kvæma slík­ar aðgerðir hér­lend­is fyr­ir mun færri krón­ur?

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er og verður kjöl­festa í sam­fé­lag­inu sem kjós­end­ur geta treyst að taki hvorki þátt í póli­tískri æv­in­týra­mennsku né kollsteyp­um sem sum fram­boð bein­lín­is lofa nú að verði að veru­leika fái þau valdatauma í hend­ur á næsta kjör­tíma­bili.

Það dylst eng­um sem fylg­ist með mál­flutn­ingi vinstri­flokk­anna þessa dag­ana að þá dreym­ir fyrst og síðast um að hækka skatta og gjöld af ýmsu tagi. Hug­ur okk­ar sjálf­stæðismanna stend­ur til að fara í þver­öfuga átt og lækka álög­ur á fólk og fyr­ir­tæki, halda niðri vöxt­um og verðbólgu og auka enn frek­ar ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna, sem vel að merkja hafa auk­ist mikið vegna efna­hags­lega stöðug­leik­ans.

Þetta bið ég kjós­end­ur að hafa í huga þegar þeir eru ein­ir með sjálf­um sér í kjör­klef­an­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. september 2021.