Sóknarfæri í samskiptum við vinaþjóðir
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra:

Eitt af áherslu­mál­um mín­um í embætti ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur verið að auka mögu­leika ís­lenskra fyr­ir­tækja til að sækja á er­lenda markaði og styrkja þannig stoðir ís­lensks efna­hags­lífs með áþreif­an­leg­um hætti. Lyk­il­for­senda slíkr­ar sókn­ar er að áreiðan­leg­ar og yf­ir­grips­mikl­ar upp­lýs­ing­ar séu fyr­ir­liggj­andi um þau svæði sem við vilj­um auka sam­starf við. Það er því fagnaðarefni að í þess­um mánuði hafa komið út á veg­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins tvær skýrsl­ur um hvernig við get­um eflt sam­vinn­una við nán­ar vinaþjóðir okk­ar.

Vinátta og vaxt­ar­brodd­ar

Ann­ars veg­ar er skýrsl­an Vinátta og vaxt­ar­brodd­ar – Sam­skipti Íslands og Pól­lands sem kem­ur út í dag. Auk ít­ar­legr­ar grein­ing­ar á sam­skipt­um ríkj­anna inni­held­ur skýrsl­an til­lög­ur sem ann­ars veg­ar lúta að því að festa enn frek­ar í sessi far­sæl sam­skipti þjóðanna og hins veg­ar að al­menn­um aðgerðum sem hafa það að mark­miði að auka þau enn frek­ar. Skýrsl­an er afrakst­ur vinnu starfs­hóps sem ég skipaði á sín­um tíma und­ir for­mennsku Grazynu Maríu Ok­uniewsku. Til­lög­urn­ar lúta meðal ann­ars að því að ut­an­rík­isþjón­ust­an auki sýni­leika sinn í Póllandi, að stutt verði við milli­ríkjaviðskipti og starf­semi Pólsk-ís­lenska viðskiptaráðsins og sam­starf þjóðanna verði eflt á ýms­um sviðum.

Póli­tísk, efna­hags­leg og menn­ing­ar­leg sam­skipti Íslands og Pól­lands hafa farið vax­andi á umliðnum árum en sem kunn­ugt er eru Pól­verj­ar lang­fjöl­menn­asti hóp­ur út­lend­inga með bú­setu á Íslandi. Óhætt er að segja að þessi hóp­ur hafi bæði auðgað ís­lenskt sam­fé­lag og átt sinn þátt í að skapa þá hag­sæld sem hér rík­ir. Þúsund­ir Pól­verja sem dval­ist hafa á Íslandi til lengri eða skemmri tíma og myndað sterk tengsl við landið hafa snúið aft­ur til Pól­lands.

Þá er vert að nefna þann efna­hags­upp­gang sem verið hef­ur í Póllandi á und­an­förn­um árum sem er með því allra mesta á meðal aðild­ar­ríkja ESB. Jafn­framt hef­ur pólsk­ur efna­hag­ur staðist þá þolraun sem Covid-19 er bet­ur en önn­ur ESB-ríki. Er það til marks um þessa styrku stöðu að Dan­ir horfa til þess að auka út­flutn­ing sinn til Pól­lands þegar far­ald­ur­inn er afstaðinn. Þessi þróun fel­ur í sér aug­ljós sókn­ar­færi fyr­ir ís­lensk út­flutn­ings­fyr­ir­tæki.

Sam­skipti Íslands og Fær­eyja

Hins veg­ar kom ný­verið út skýrsl­an Sam­skipti Íslands og Fær­eyja – Til­lög­ur til framtíðar. Rétt eins fyrr­nefnda skýrsl­an bygg­ist þessi á vinnu starfs­hóps sem ég skipaði á kjör­tíma­bil­inu og var Júlí­us Haf­stein formaður hans. Auk grein­ing­ar á sam­skipt­un­um við þessa frændþjóð okk­ar legg­ur starfs­hóp­ur­inn fram til­lög­ur að því hvernig við get­um eflt þau enn frek­ar.

Marg­vís­legt sam­starf er á milli Íslands og Fær­eyja, bæði form­legt og óform­legt og líka á nor­ræn­um eða vestn­or­ræn­um vett­vangi. Hins veg­ar er óum­deilt að líkt og í til­viki Pól­lands eru fjöl­mörg sókn­ar­færi til að efla enn frek­ar tví­hliða tengsl og sam­starf á milli þess­ara grannþjóða, ekki síst á vett­vangi efna­hags-, menn­ing­ar- og stjórn­mála. Hóp­ur­inn lagði því áherslu á þau svið þar sem lítið er um nú­ver­andi tví­hliða sam­starf að ræða en einnig þar sem aðgerða er þörf til að efla sam­vinnu, til dæm­is á sviði viðskipta, heil­brigðismála og mennta­mála.

Um leið og ég hvet alla til að kynna sér efni beggja skýrslna vil ég nota tæki­færið og þakka þeim sem lögðu hönd á plóg við gerð þeirra fyr­ir sitt vandaða fram­lag. Ég vænti þess að til­lög­um starfs­hóp­anna verði hrint í fram­kvæmd á næstu árum. Þannig renn­um við styrk­ari stoðum und­ir sam­band Íslands við tvær af vinaþjóðum okk­ar og á sama tíma sköp­um við for­send­ur fyr­ir nýj­um og spenn­andi tæki­fær­um í sam­skipt­un­um við þær.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. september 2021.