Íslenskt atvinnulíf svari ákalli þróunarríkja
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra:

Heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna eru sam­eig­in­leg ábyrgð okk­ar allra og í þeim fel­ast bæði áskor­an­ir og tæki­færi. Sú erfiðasta snýr að því að út­rýma fá­tækt og hungri. Í þess­um efn­um geta ís­lensk fyr­ir­tæki lagst á ár­arn­ar með því að gera það sem þau kunna best og efla um leið sam­fé­lög og at­vinnu­líf í þró­un­ar­ríkj­um á for­send­um heima­manna sjálfra.

Í embætti mínu sem ut­an­rík­is- og þró­un­ar­málaráðherra hef ég lagt sér­staka áherslu á að virkja krafta ís­lensks at­vinnu­lífs til sam­starfs­verk­efna í þró­un­ar­lönd­um. Fyr­ir­tæk­in okk­ar hafa sann­ar­lega svarað þessu kalli. Á þeim tæpu þrem­ur árum sem liðin eru frá stofn­un Sam­starfs­sjóðs við at­vinnu­lífið um heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna hafa hátt í tutt­ugu fyr­ir­tæki fengið út­hlutað úr hon­um. Ísland hef­ur margt fram að færa í þess­um efn­um. Þar kem­ur til þekk­ing og reynsla á sviði jarðhita og sjáv­ar­út­vegs en einnig í vax­andi mæli ný­sköp­un og hug­vit sem verður til í ís­lensku at­vinnu­lífi.

Fjöl­breytt sam­starfs­verk­efni eru þegar til staðar sem byggja á framúrsk­ar­andi hug­viti og verkþekk­ingu ís­lenskra fyr­ir­tækja á ólík­um sviðum. Sem dæmi um ólík verk­efni sem hlotið hafa styrki úr sjóðnum má nefna verk­efni á veg­um jarðhita­fyr­ir­tæk­is­ins GEG um nýt­ingu jarðvarma við kæl­ingu mat­væla á Indlandi og Cred­it­in­fo sem miðar að upp­bygg­ingu viðskiptaum­hverf­is og sjálf­bærra viðskipta í nokkr­um þró­un­ar­ríkj­um í Vest­ur-Afr­íku.

Stjórn­völd í flest­um þró­un­ar­lönd­um eru þess vel meðvituð um að er­lend fjár­fest­ing og einkafram­tak eru lyk­il­for­send­ur þess að þau nái ár­angri við upp­bygg­ingu í sínu at­vinnu­lífi. Á ferðum mín­um til sam­starfs­ríkja okk­ar hef­ur heima­fólk ít­rekað komið á fram­færi við mig að skapa þurfi fleiri launuð störf, einkum fyr­ir ungt fólk Við leggj­um sér­staka áherslu á að verk­efni styðji við átt­unda heims­mark­miðið um mann­sæm­andi at­vinnu og sjálf­bær­an hag­vöxt. Án þátt­töku at­vinnu­lífs­ins verður því mark­miði ein­fald­lega ekki náð. Aðgang­ur kvenna að launuðum störf­um er einnig nauðsyn­leg­ur þátt­ur í að ná jafn­rétti kynj­anna.

Norður­lönd­in hafa langa reynslu af ár­ang­urs­ríku sam­starfi hins op­in­bera við at­vinnu­lífið í þró­un­ar­sam­vinnu og eru reiðubú­in að miðla af reynslu sinni svo Ísland geti fetað sama veg. Sam­starfs­sjóður­inn er liður í viðleitni okk­ar til að skapa fleiri tæki­færi til að nýta ís­lenska þekk­ingu og reynslu í þágu fá­tæk­ari þjóða.

Nú í vik­unni aug­lýsti sjóður­inn eft­ir um­sókn­um í sjötta sinn. Veitt verða fram­lög til sam­starfs­verk­efna sem geta stuðlað að at­vinnu­sköp­un og sjálf­bær­um vexti í lág­tekju- og lág­milli­tekj­ur­ríkj­um. Verk­efn­in skulu hafa já­kvæð um­hverf­isáhrif, styðja mark­visst við jafn­rétti kynj­anna og við fram­kvæmd þeirra skal virða mann­rétt­indi í hví­vetna.

Góð sam­starfs­verk­efni ættu að geta fengið stuðning, ekki ein­ung­is úr Sam­starfs­sjóðnum held­ur einnig úr fjölþjóðleg­um sjóðum sem koma að fjár­mögn­un svo sem gegn­um Nor­ræna þró­un­ar­sjóðinn (NDF) og fleiri.

Ég hvet því ís­lensk fyr­ir­tæki til að afla sér upp­lýs­inga hjá Heim­s­torgi Íslands­stofu, upp­lýs­inga- og sam­skiptagátt fyr­ir­tækja sem horfa til sókn­ar á nýj­um og spenn­andi mörkuðum. Ávinn­ing­ur allra af slíku sam­starfi er ótví­ræður.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. september 2021.